Landsliðfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson þurfti að fara af velli vegna meiðsla í leik Íslands gegn Svartfjallalandi í gær. Aron fann fyrir meiðslum aftan í læri eftir um stundarfjórðungs leik.
Guðlaugur Victor Pálsson kom inn á og átti mjög góðan leik í hjarta varnarinnar.
Guðlaugur Victor Pálsson kom inn á og átti mjög góðan leik í hjarta varnarinnar.
Lestu um leikinn: Svartfjallaland 0 - 2 Ísland
„Aron varð fyrir vöðvameiðslum mjög snemma í leiknum. Hann var búinn að æfa alla vikuna svo ég vorkenni honum því hann hefur verið hvetjandi og mikilvægur fyrir okkur í endurkomunni. Hann leit ágætlega út en síðan gerast hlutir. Við þurfum að finna út hversu alvarlegt þetta er,“ sagði landsliðsþjálfarinn Age Hareide eftir leikinn í gær.
Þegar þjálfarinn ræddi við íslenska fjölmiðla var hann ekki búinn að ræða við sjúkraþjálfara liðsins varðandi möguleikann á því hvort Aron gæti spilað gegn Wales á þriðjudag.
Geturðu kallað inn nýjan leikmann ef þörf er á?
„Já, ef við þurfum þess þá gerum við það. Við erum með 24 núna svo við þurfum að skoða það ef þörf er á.“
„Nei, ekki þannig þar sem við höfum einn bakvörð sem má ekki spila en við erum með tvo bakverði aukalega. Ef Aron er frá þá fækkar um einn miðvörð. Við þurfum að bíða og finna út úr þessu á morgun,“ sagði Hareide eftir leikinn í gær.
Athugasemdir