Haaland að fá nýjan risasamning - Ruud í molum - Llorente aftur í úrvalsdeildina? - Cherki til Liverpool?
   sun 17. nóvember 2024 13:04
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Vorkennir Aroni
Icelandair
Aron þurfti að fara af velli í gær.
Aron þurfti að fara af velli í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aftan í vinstra læri.
Aftan í vinstra læri.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson þurfti að fara af velli vegna meiðsla í leik Íslands gegn Svartfjallalandi í gær. Aron fann fyrir meiðslum aftan í læri eftir um stundarfjórðungs leik.

Guðlaugur Victor Pálsson kom inn á og átti mjög góðan leik í hjarta varnarinnar.

Lestu um leikinn: Svartfjallaland 0 -  2 Ísland

„Aron varð fyr­ir vöðvameiðslum mjög snemma í leikn­um. Hann var bú­inn að æfa alla vik­una svo ég vorkenni hon­um því hann hef­ur verið hvetjandi og mik­il­væg­ur fyr­ir okk­ur í endurkomunni. Hann leit ágæt­lega út en síðan ger­ast hlut­ir. Við þurf­um að finna út hversu al­var­legt þetta er,“ sagði landsliðsþjálfarinn Age Hareide eftir leikinn í gær.

Þegar þjálfarinn ræddi við íslenska fjölmiðla var hann ekki búinn að ræða við sjúkraþjálfara liðsins varðandi möguleikann á því hvort Aron gæti spilað gegn Wales á þriðjudag.

Get­urðu kallað inn nýj­an leik­mann ef þörf er á?

„Já, ef við þurf­um þess þá ger­um við það. Við erum með 24 núna svo við þurf­um að skoða það ef þörf er á.“

Ertu með ein­hvern í huga?

„Nei, ekki þannig þar sem við höf­um einn bakvörð sem má ekki spila en við erum með tvo bakverði aukalega. Ef Aron er frá þá fækkar um einn miðvörð. Við þurf­um að bíða og finna út úr þessu á morg­un,“ sagði Harei­de eftir leikinn í gær.
Age hreinskilinn: Fótbolti er fyndin íþrótt
Athugasemdir
banner
banner