Guardiola áfram hjá Man City - Man Utd vill fá Goretzka - Davies til Real Madrid?
   lau 16. nóvember 2024 19:36
Ívan Guðjón Baldursson
England: Chelsea vann risaslaginn - Þægilegt fyrir Arsenal
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Chelsea hefur farið ótrúlega vel af stað á nýju tímabili og var að leggja Manchester City að velli í risaslag enska ofurdeildartímabilsins.

Chelsea hefur verið að spila gríðarlega vel undir stjórn Sonia Bompastor og var sterkari aðilinn gegn Man City í dag.

Staðan var markalaus í leikhlé en Mayra Ramírez og Guro Reiten skoruðu sitthvort markið í síðari hálfleik.

Ramírez skoraði á 75. mínútu og tvöfaldaði Reiten forystuna fjórum mínútum síðar. Maika Hamano og Lucy Bronze lögðu mörkin upp.

Chelsea er með fullt hús stiga eftir sjö umferðir á nýju deildartímabili og er með tveggja stiga forystu á Man City, auk þess að eiga leik til góða.

Arsenal er í fjórða sæti deildarinnar, sex stigum á eftir Chelsea, eftir sannfærandi sigur í grannaslagnum gegn Tottenham í dag.

Alessia Russo, Frida Leonhardsen-Maanum og Stina Blackstenius skoruðu mörk Arsenal í þægilegum sigri en liðið hefur verið að spila glimrandi fótbolta síðan Renée Slegers var ráðin sem bráðabirgðaþjálfari.

Chelsea 2 - 0 Man City
1-0 Mayra Ramirez ('75)
2-0 Guro Reiten ('79)

Tottenham 0 - 3 Arsenal
0-1 Alessia Russo ('2)
0-2 Frida Leonhardsen-Maanum ('22)
0-3 Stina Blackstenius ('66)
Athugasemdir
banner