Haaland að fá nýjan risasamning - Ruud í molum - Llorente aftur í úrvalsdeildina? - Cherki til Liverpool?
   sun 17. nóvember 2024 23:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Meiðslavandræðin hrannast upp hjá Arsenal
Mynd: Getty Images

Það hafa verið mikil meiðslavandræði í herbúðum Arsenal á þessu tímabili en Leandro Trossard þurfti að fara af velli vegna meiðsla þegar Belgía tapaði gegn Ísrael í Þjóðadeildinni í kvöld.


Óvíst er hvað er að hrjá Belgann en hann kveinkaði sér áður en hann var tekinn af velli í fyrri hálfleik.

Martin Ödegaard, fyrirliði Arsenal, dró sig úr landsliðshópi Noregs en hann er að jafna sig eftir að hafa meiðst í landsleik í september. Þá vorru Declan Rice og Bukayo Saka ekki með enska landsliðinu.

Ben White, Takehiro Tomiyasu, Riccardo Calafiori og Kieran Tireny eru allir á meiðslalistanum. Arsenal mætir Nottingham Forest um næstu helgina og Sporting í Meistaradeildinni í næstu viku.


Athugasemdir
banner
banner