Haaland að fá nýjan risasamning - Ruud í molum - Llorente aftur í úrvalsdeildina? - Cherki til Liverpool?
   sun 17. nóvember 2024 12:43
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hrósaði Ísaki - „Er á mörkunum að brjótast inn í liðið"
Icelandair
Markinu hans Ísaks fagnað.
Markinu hans Ísaks fagnað.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísak biður hér dómarann afsökunar á fögnuðinum. Dómarinn aðvaraði íslensku leikmennina að fara ekki upp að stuðningsmönnum Svartfellinga og hótaði gulu spjaldi.
Ísak biður hér dómarann afsökunar á fögnuðinum. Dómarinn aðvaraði íslensku leikmennina að fara ekki upp að stuðningsmönnum Svartfellinga og hótaði gulu spjaldi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ísak og (Mikael EgillI) Ellertsson komu inn, gerðu vel, komu inn með nýja orku og það gaf okkur innspýtingu," sagði landsliðsþjálfarinn Age Hareide eftir sigurinn í Svartfjallalandi í gær.

Ísak Bergmann Jóhannesson og Mikael Egill komu inn af bekknum og gáfu sóknarleik íslenska liðsins nýtt líf. Ísak skoraði seinna mark liðsins sem innsiglaði sigurinn.

Lestu um leikinn: Svartfjallaland 0 -  2 Ísland

„Ísak býr yfir þeim gæðum að geta komið og klárað, það er gott fyrir hann, hann er á mörkunum að brjóta sér leið inn í liðið. Við erum með marga miðjumenn og ég veit að Ísak hefur gert vel með Fortuna Düsseldorf. Hann býr yfir gæðum þegar kemur að því að klára færi," sagði Hareide.

Markið hjá Ísaki var hans fjórða á landsliðsferlinum og leikurinn í gær var hans þrítugasti með A-landsliðinu.
Age hreinskilinn: Fótbolti er fyndin íþrótt
Athugasemdir
banner