Lee Carsley stýrði enska landsliðinu í síðasta sinn þegar liðið vann Írland 5-0 í Þjóðadeildinni í kvöld.
Carsley tók við sem bráðabirgðastjóri af Gareth Southgate en Thomas Tuchel tekur við sem þjálfari liðsins eftir áramót. Carsley gerði flotta hluti með liðið.
„Ég hef notið þess á köflum en leikirnir hafa alltaf verið besti parturinn," sagði Carsley.
England spilaði sex leiki undir stjórn Carsley. Liðið vann fimm leiki een tapaði gegn Grikklandi á Wembley.
„Ég er enn pirraður á tapinu gegn Grikklandi á heimavelli, ef eitthvað er þá hugsa ég ekki um þessa fimm sigra heldur þetta eina tap," sagði Carsley.
Athugasemdir