„Tilfinningin er góð en við spiluðum samt sem áður ekki vel," sagði Age Hareide, landsliðsþjálfari Íslands, eftir 0-2 sigur gegn Svartfjallalandi í Þjóðadeildinni í kvöld.
Íslenska liðið náði lengi vel ekki upp góðri frammistöðu en liðinu tókst að skora tvisvar seint í leiknum og tryggja sér góðan sigur.
Íslenska liðið náði lengi vel ekki upp góðri frammistöðu en liðinu tókst að skora tvisvar seint í leiknum og tryggja sér góðan sigur.
„Það var erfitt að spila á þessum velli. Baráttuandinn var til staðar í seinni hálfleiknum."
Orri Steinn Óskarsson kom Íslandi á bragðið og Ísak Bergmann Jóhannesson gekk svo frá leiknum.
„Þegar Orri fær tækifæri, þá skorar hann. Fótbolti er fyndin íþrótt. Þegar við spiluðum gegn Wales og Tyrklandi á heimavelli þá hefðum við átt að fá fleiri stig en bara eitt. Í dag spiluðum ekki vel og við unnum. Það er mikilvægt fyrir liðið, að vinna á slæmum dögum."
„Ég er ánægður fyrir hönd strákanna. Núna getum við spilað upp á annað sætið við Wales. Öll pressan er á Wales og við vitum að við getum höndlað þá."
Ísland fer núna næst í úrslitaleik gegn Wales um annað sætið í riðlinum en strákarnir okkar þurfa að vinna leikinn.
Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir