Guardiola áfram hjá Man City - Man Utd vill fá Goretzka - Davies til Real Madrid?
   sun 17. nóvember 2024 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Anthony Gordon var næstum farinn til Chelsea
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Enski kantmaðurinn Anthony Gordon viðurkenndi í viðtali á dögunum að hann hafi verið hársbreidd frá því að ganga til liðs við Chelsea sumarið 2022 þegar Thomas Tuchel var við stjórnvölinn.

Gordon segist hafa verið gríðarlega spenntur fyrir að spila undir stjórn Tuchel hjá Chelsea, en því miður hafi ekkert orðið úr skiptunum. Gordon varð eftir hjá Everton og skipti svo til Newcastle í næsta glugga sem var í janúar 2023.

„Ég var nálægt því að skipta til Chelsea. Ég þráði þessi félagaskipti, ég vildi ólmur starfa með Tuchel því mér leið eins og leikstíllinn sem hann spilaði hjá Chelsea myndi henta mér fullkomlega," sagði Gordon.

„Ég var mjög spenntur, þetta hefði getað verið stórt tækifæri fyrir mig. Ég hlakka til að spila undir hans stjórn með landsliðinu nokkrum árum síðar."

Undir stjórn Tuchel tókst Chelsea að sigra Meistaradeild Evrópu 2021. Tímabili síðar endaði Chelsea í þriðja sæti í ensku úrvalsdeildinni og tapaði úrslitaleikjum FA bikarsins og deildabikarsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner