Haaland að fá nýjan risasamning - Ruud í molum - Llorente aftur í úrvalsdeildina? - Cherki til Liverpool?
   sun 17. nóvember 2024 09:30
Ívan Guðjón Baldursson
Wenger hjálpaði Salah þegar hann kom fyrst til Liverpool
Salah hefur verið duglegur að skora gegn Arsenal eftir samtalið við Wenger.
Salah hefur verið duglegur að skora gegn Arsenal eftir samtalið við Wenger.
Mynd: Getty Images
Egyptinn hæfileikaríki Mohamed Salah hefur verið meðal allra bestu leikmanna ensku úrvalsdeildarinnar síðan hann gekk í raðir Liverpool sumarið 2017.

Hann var spurður út í Arsene Wenger, goðsagnakenndan þjálfara Arsenal, í léttu spjalli á sjónvarpsstöð Liverpool á dögunum.

„Ég man þegar ég var nýkominn í enska boltann og spurði Wenger hver munurinn væri á góðum leikmanni og frábærum. Hann svaraði því að frábær leikmaður er alltaf einbeittur að leiknum frá fyrstu til síðustu mínútu sama hvað," sagði Salah, sem segir þetta hafa breytt leik sínum.

„Eftir þetta samtal hef ég alltaf verið með fulla einbeitingu allan leikinn. Þó að ég eigi leik þar sem ekkert er að ganga upp þá er mikilvægt fyrir mig að halda alltaf einbeitingunni. Ég finn alltaf eitthvað augnablik þar sem mér tekst að hafa áhrif á leikinn, sama hversu lítið ég er inni í leiknum. Þetta er bara útaf einbeitingu.

„Einhverjir leikmenn reyna að berjast gegn þessari tilfinningu, ef þeir eru ekki inni í leiknum þá reyna þeir hvað sem þeir geta til að breyta því. Ég leyfi tilfinningunni bara að vera til staðar, það er allt í lagi að eiga slæman leik. Það sem er mikilvægt er að halda einbeitingu og reyna að gera gæfumuninn þegar tækifæri gefst."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner