Haaland að fá nýjan risasamning - Ruud í molum - Llorente aftur í úrvalsdeildina? - Cherki til Liverpool?
   sun 17. nóvember 2024 15:45
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Kongsvinger áfram eftir framlengingu - Agaleg mistök hjá Róberti Orra
Agaleg mistök en liðið komst áfram.
Agaleg mistök en liðið komst áfram.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Róbert Orri Þorkelsson kom inn í byrjunarlið norska liðsins Kongsvinger í dag þegar liðið mætti Lyn í 1. umerð umspilsins i norsku B-deildinni. Kongsvinger þarf að fara í gegnum fjórar umferðir til að komast upp í efstu deild.

Liðið mætti Lyn í dag og lenti undir á 38. mínútu. Þar gerði Róbert Orri sig sekan um slæm mistök. Hann misreiknaði eitthvað lausan bolta inn á eigin vítateig og skóflaði honum í eigið net. Atvikið má sjá hér að neðan. Róbert var svo tekinn af velli á 79. mínútu leiksins fyrir Daniel Lysgard.

Kongsvinger var heilt yfir betra liðið í leiknum og á 85. mínútu náði liðið að jafna leikinn. Varamaðurinn Lysgard skoraði markið og í kjölfarið var framlengt. Í framlengingunni skoraði Kongsvinger eina markið og kom sér áfram í næstu umferð. Markið skoraði varamaðurinn Oscar Kapskarmo á 10. mínútu fyrri hálfleiks í framlengingunni.

Kongsvinger kláraði leikinn einu manni færri því á 112. mínútu fékk Harald Holter að líta sitt annað gula spjald.

Kongsvinger, sem endaði í 6. sæti deildarinnar, mætir Egersund í 2. umferð umspilsins.


Athugasemdir
banner
banner