Pini Zahavi, umboðsmaður Neymar, segir að orðrómur um að leikmaðurinn sé á förum frá Al-Hilal séu falsfréttir.
Neymar gekk til liðs við Al-Hilal í Sádí-Arabíu síðasta sumar en hefur lítið getað spilað vegna meiðsla. Hann sleit krossband í fyrra en snéri aftur á dögunum en meiddist þá aftur.
Sögusagnir voru á kreiki um að Al-Hilal vildi rifta samningi hans og hann vildi fara til Santos í heimalandinu þar sem hann er uppalinn.
„Það eru engar viðræður um að Neymar yfirgefi Al-Hilal. Hann er með samning og er mjög ánægður hérna. Ég og faðir hans erum þeir einu sem geta talað um framtíðina hans. Ég veit ekki hvaðan þessi orðrómur kemur," sagði Zahavi.
Athugasemdir