Gianluigi Donnarumma er ekki með ítalska liðinu sem mætir því franska í úrslitaleik um toppsætið í 2. riðli í A deild Þjóðadeildarinnar í kvöld.
Sky Sports á Ítalíu greindi frá því að hann væri með magakveisu og gæti því ekki tekið þátt. Gugliermo Vicario, markvörður Tottenham, tekur því sætið hans.
Það eru sjö breytingar á liði Frakka sem gerði markalaust jafntefli gegn Ísrael. William Saliba og Lucas Digne koma inn í vörnina. Þá er glæný miðja og Marcus Thuram og Christopher Nkunku koma í sóknina.
Ibrahima Konate ber fyrirliðabandið hjá Frökkum í fyrsta sinn.
Ítalía: Vicario; Di Lorenzo, Buongiorno, Bastoni; Cambiaso, Frattesi, Locatelli, Tonali, Dimarco; Barella; Retegui
Frakkland: Maignan; Koundé, Konaté, Saliba, Digne; Koné, Rabiot, Guendouzi; Kolo Muani, M Thuram, Nkunku
Það er fámennur hópur hjá Belgíu sem mætir Ísrael en leikmenn á borð við Romelu Lukaku og Amadou Onana ferðuðust ekki með liðinu.
The last line-up of the year. #SelectedByPwC #ISRBEL pic.twitter.com/zdWlgPeZpr
— Belgian Red Devils (@BelRedDevils) November 17, 2024