City vill Guehi - Rashford orðaður við Atletico og Arabíu - Real Madrid hyggst funda með Trent í janúar
   fim 19. desember 2024 16:30
Elvar Geir Magnússon
„Ætlum að sýna það í verki en ekki með orðum“
Dan Friedkin þykir liðtækur kylfingur.
Dan Friedkin þykir liðtækur kylfingur.
Mynd: Getty Images
Nýr leikvangur Everton.
Nýr leikvangur Everton.
Mynd: Getty Images
Friedkin fjölskyldan hefur gengið frá kaupum á enska úrvalsdeildarfélaginu Everton. Stjórnarformaður Friedkin Group, Dan Friedkin, á fyrir ítalska félagið Roma en hann er milljarðarmæringur frá Bandaríkjunum.

Þetta er léttir fyrir stuðningsmenn Everton en Farhad Moshiri, sem var orðinn ansi óvinsæll, hefur verið í langdregnu og erfiðu ferli í að ganga frá sölu á félaginu.

En eru bjartari tímar framundan með blóm í haga?

„Sem stjórnendur Everton þá hlökkum við til að sýna skuldbindingu okkar til félagsins með verkum en ekki orðum," segir Marc Watts, verðandi framkvæmdastjóri félagsins, í yfirlýsingu t til stuðningsmanna.

Margir stuðningsmenn túlka þessi orð sem merki um að menn muni opna veskið strax í janúarglugganum og styrkja liðið.

„Það hefur verið algjört lykilatriði að koma með fjárhagslegan stöðugleika samstundis. Þetta er vegferð sem mun taka tíma en í dag er fyrsti dagurinn í því ferðalagi."

BBC segir að Friedkin fjölskyldan líti svo á að hún hafi gert algjör kostakaup með því að fá Everton. Möguleikarnir á að stækka félagið séu miklir og þá er það á leiðinni á stórglæsilegan nýjan heimavöll á næsta ári.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner