City vill Guehi - Rashford orðaður við Atletico og Arabíu - Real Madrid hyggst funda með Trent í janúar
   fim 19. desember 2024 18:03
Ívan Guðjón Baldursson
Amorim um Rashford: Ég hefði rætt við þjálfarann fyrst
Rashford hefur komið að 10 mörkum í 24 leikjum það sem af er tímabils.
Rashford hefur komið að 10 mörkum í 24 leikjum það sem af er tímabils.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Portúgalski þjálfarinn Rúben Amorim tjáði sig um kantmanninn Marcus Rashford sem hefur ekki verið í síðustu tveimur leikmannahópum Manchester United.

Rashford var ekki með í hóp þegar Man Utd lagði nágranna sína í Englandsmeistaraliði Manchester City að velli um helgina og er ekki með í hópnum sem spilar við Tottenham í deildabikarnum í kvöld.

Rashford gaf kost á sér í viðtal eftir að hafa ekki verið valinn í hóp gegn Man City og sagðist þar vera tilbúinn fyrir næsta skref á ferlinum.

   17.12.2024 20:35
Rashford segist vera tilbúinn fyrir næstu áskorun


„Það er erfitt fyrir mig að tjá mig um þetta mál," sagði Amorim. „Hefði ég verið í hans sporum, þá hefði ég líklega rætt málin við þjálfarann fyrst.

„Ef ég gef þessu mikið vægi þá mun það skapa stórar fyrirsagnir í fjölmiðlum, en ef ég læt eins og þetta sé ekkert vandamál þá gef ég neikvætt fordæmi. Ég mun taka á þessu."

Athugasemdir
banner
banner
banner