Wilfried Singo, varnarmaður Mónakó, hefur sent frá afsökunarbeiðni eftir að hann tæklaði Gianluigi Donnarumma, markvörð Paris Saint-Germain, í andlitið í gær.
Donnarumma þurfti að yfirgefa völlinn eftir rúmar tuttugu mínútur eftir að Singo fór með takkana í andlit Ítalans.
Donnarumma þurfti að yfirgefa völlinn eftir rúmar tuttugu mínútur eftir að Singo fór með takkana í andlit Ítalans.
Singo komst í færi gegn Donnarumma og reyndi að stökkva yfir hann en endaði með takkana í andlit Donnarumma.
„Þetta var klárlega ekki viljandi en ég sá eftir leikinn að hann slasaðist illa. Ég óska þér góðs bata," skrifaði Singo á Instagram.
Donnarumma slapp nokkuð vel miðað við hversu illa þetta leit út í endursýningum. Hann var vissulega alblóðugur, með glóðurauga og nokkra skurði, en eflaust þakklátur að ekki hafi farið verr.
Donnarumma birti í dag mynd af sér í sófanum heima og virðist honum líða nokkuð vel miðað við aðstæður.
PSG vann leikinn í gær 2-4 þar sem þeir skoruðu tvisvar í uppbótartímanum.
Athugasemdir