Ítalski markvörðurinn Gianluigi Donnarumma slapp betur en áhorfðist er hann fékk hrottalega tæklingu í andlitið í 4-2 sigri Paris Saint-Germain á Mónakó í toppslag frönsku deildarinnar í kvöld.
Donnarumma þurfti að yfirgefa völlinn eftir rúmar tuttugu mínútur eftir að Breel Embolo, framherji Mónakó, fór með takkana í andlit Ítalans.
Embolo komst í færi gegn Donnarumma og reyndi að stökkva yfir hann en endaði með takkana í andlit Donnarumma.
Donnarumma slapp nokkuð vel miðað við hversu illa þetta leit út í endursýningum. Hann var vissulega alblóðugur, með glóðurauga og nokkra skurði, en eflaust þakklátur að ekki hafi farið verr.
Rússneski markvörðurinn Matvey Safonov kom inn í stað Donnarumma.
Hinn 19 ára gamli Desire Doue tók forystuna fyrir PSG nokkrum mínútum eftir atvikið en Mónakó svaraði í síðari með tveimur mörkum á sjö mínútum.
PSG gafst ekki upp. Ousmane Dembele jafnaði á 64. mínútu áður en Goncalo Ramos kom gestunum í forystu. Það var síðan Dembele sem gerði endanlega út um leikinn með marki seint í uppbótartíma sem var áttunda deildarmark hans á tímabilinu.
PSG er á toppnum með 40 stig en Mónakó í 3. sæti með 30 stig.
WOW NOT EVEN A YELLOW CARD! ???????? https://t.co/n3Cc6BmPKe pic.twitter.com/naqjBu4Wy3
— Football Hub (@FootbalIhub) December 18, 2024
Athugasemdir