City vill Guehi - Rashford orðaður við Atletico og Arabíu - Real Madrid hyggst funda með Trent í janúar
   fim 19. desember 2024 11:30
Elvar Geir Magnússon
Erfiðara starf en að vera forsætisráðherra Bretlands
Ange Postecoglou.
Ange Postecoglou.
Mynd: EPA
Ange Postecoglou, stjóri Tottenham, segir það erfiðara starf að vera stjóri í ensku úrvalsdeildinni en að vera forsætisráðherra Bretlands.

Postecoglou var spurður út í stjórabreytingarnar í ensku úrvalsdeildinni en á síðustu dögum hefur Gary O’Neil verið rekinn frá Wolves og Russell Martin frá Southampton.

„Þetta er erfiðasta starf sem þú getur fundið. Starfstíminn í þessu starfi er þannig að mjög fáir koma úr því óskaddaðir," segir Postecoglou.

„Hversu oft þarf Keir Starmer (forsætisráðherra Bretlands) að fara í kosningar? Ég er í kosningum um hverja helgi og annað hvort erum við kosnir inn eða út."

„Menn eru ekki einu sinni 'reknir á morgun' lengur, menn eru reknir samstundis. Það þarf að breyta þessum söng," segir Postecoglou og talar um söng stuðningsmanna, You're Getting Sacked in the Morning eða Þú verður rekinn á morgun.

Postecouglu hefur sjálfur ekki verið laus undan gagnrýni og framtíð hans talsvert verið í umræðunni í þessum mániði.
Athugasemdir
banner
banner