fim 19. desember 2024 05:55
Brynjar Ingi Erluson
Fara Víkingar í umspil Sambandsdeildarinnar?
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Víkingur R. spilar sinn síðasta leik í deildarkeppni Sambandsdeildar Evrópu í kvöld er liðið heimsækir austurríska liðið LASK Linz klukkan 20:00 á Oberösterreich-leikvanginum í Linz.

Lestu um leikinn: LASK 0 -  0 Víkingur R.

Staðan er þannig að Víkingur er í 19. sæti deildarinnar með 7 stig fyrir lokaumferðina.

Möguleikinn á að komast áfram er góður. Sigur eða jafntefli gulltryggir sætið í umspilið en tap gæti einnig komið liðinu áfram — ef önnur úrslit falla með liðinu.

Linz er úr leik í keppninni. Liðið hefur tapað þremur og gert tvö jafntefli.

Leikur dagsins:

Sambandsdeild UEFA - deildarkeppni
20:00 LASK-Víkingur R. (Oberösterreich Arena)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner