Leikmaður Atalanta orðaður við Man Utd - Ferguson gæti farið til West Ham - Liverpool og PSG reyna við Cherki
   fös 20. desember 2024 12:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Freyr spurður út í starfið hjá Bröndby
Freyr stýrði áður Lyngby í Danmörku.
Freyr stýrði áður Lyngby í Danmörku.
Mynd: Getty Images
Freyr Alexandersson segir í samtali við Bold að hann sé tilbúinn að snúa aftur til Danmerkur ef spennandi tækifæri kemur þar upp.

Þjálfarastarfið hjá Bröndby, einu stærsta félagi Danmerkur, er laust þessa stundina en Freyr var spurður beint út í það. Hann er með gott orðspor í Danmörku.

„Bröndby er mjög spennandi fótboltafélag. Þetta er félag sem á að vera að berjast um titla á hverju ári og á að vera í Evrópukeppni," segir Freyr.

„Það er metnaðurinn hjá Bröndby. Saga félagsins og stuðningshópurinn gerir þetta líka áhugavert."

Freyr segist 100 prósent geta náð árangri með Bröndby og er hann tilbúinn að ræða við Jan Bech, stjórnarformann félagsins.

„Ég hefði mjög gaman að því að hitta Jan Bech. Ég hef heyrt góðar sögur um hann. Ég svara auðvitað símanum ef þeir hringja," segir Freyr.
Athugasemdir
banner
banner
banner