City vill Guehi - Rashford orðaður við Atletico og Arabíu - Real Madrid hyggst funda með Trent í janúar
   fim 19. desember 2024 12:33
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Viðtal
Freysi fer ítarlega yfir brottreksturinn - Vissi að stjórnarmennirnir myndu vernda sig sjálfa
'Þetta er bara partur af því að hafa ákveðið að koma til Belgíu.'
'Þetta er bara partur af því að hafa ákveðið að koma til Belgíu.'
Mynd: Kortrijk
Freysi og aðstoðarmaður hans, Jonathan Hartmann.
Freysi og aðstoðarmaður hans, Jonathan Hartmann.
Mynd: Kortijk
'Það var algjörlega magnað að ná að halda liðinu uppi og ótrúlega skemmtilegt, skemmtilegur tími, mikil gleði og maður gat gengið um á vatninu hérna. Það var gaman að upplifa það'
'Það var algjörlega magnað að ná að halda liðinu uppi og ótrúlega skemmtilegt, skemmtilegur tími, mikil gleði og maður gat gengið um á vatninu hérna. Það var gaman að upplifa það'
Mynd: Kortrijk
'Ég hef fengið svo mikið út úr þessu sem leiðtogi - fengið akkúrat það sem ég vildi'
'Ég hef fengið svo mikið út úr þessu sem leiðtogi - fengið akkúrat það sem ég vildi'
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Gleði síðasta vor.
Gleði síðasta vor.
Mynd: Fótbolti.net - Kjartan Örn
Vincent Tan á bæði Cardiff og Kortrijk.
Vincent Tan á bæði Cardiff og Kortrijk.
Mynd: Getty Images
Freysi ætlaði að kaupa Loga frá Strömsgodset í sumar en fékk það ekki í gegn.
Freysi ætlaði að kaupa Loga frá Strömsgodset í sumar en fékk það ekki í gegn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Einu kaupin sem ég vouchaði voru kaupin á Patrik'
'Einu kaupin sem ég vouchaði voru kaupin á Patrik'
Mynd: Kortrijk
Mynd: Getty Images
Mynd: Kortrijk
Francky Vandendriessche var ráðinn markmannsþjálfari í sumar. Hann tók við af Glenn Verbauwhede sem er fyrrum leikmaður Kortirjk.
Francky Vandendriessche var ráðinn markmannsþjálfari í sumar. Hann tók við af Glenn Verbauwhede sem er fyrrum leikmaður Kortirjk.
Mynd: Kortrijk
Freyr Alexandersson ræddi við Fótbolta.net um brottreksturinn frá belgíska félaginu Kortrijk, en hann var látinn fara frá félaginu á þriðjudagskvöld eftir tæpt ár í starfi.

Liðið var í neðsta sæti með tíu stig eftir 20 leiki á síðasta tímabili þegar Freysi tók við sem þjálfari liðsins. Hann náði að halda liðinu uppi í deildinni en það var óáænægja með gengi liðsins á tímabilinu og var hann því látinn fara.

„Ég fór inn í þetta verkefni meðvitaður um hvernig þetta væri hjá Kortrijk og í belgískum fótbolta. Ég næ rétt tæplega 12 mánuðum með Kortrijk en meðal líftími í deildinni eru fimm mánuðir. Stjórnin hjá Kortrijk er belgísk og þeir þekkja ekkert annað en það sem hefur verið gert í Kortrijk og er gert í Belgíu. Ég hef þ.a.l. verið meðvitaður um að allt getur gerst með mjög stuttum fyrirvara. Ég vissi sjálfur að það þyrfti voðalega lítið til að stjórnin myndi taka einhverja ákvörðun, sem væri kannski gegn þeirra sannfæringu, til þess að friða stuðningsmenn og hávært fólk á Facebook o.s.frv."

„Ég vissi það eftir heimaleik þar sem lítill hópur háværra stuðningsmanna tók fram borða með þeim skilaboðum að þeir vildu fá stjórnina í burtu, þá vissi ég að ef við myndum tapa einhverjum leik þar sem væntingarnar voru meiri þá myndi stjórnin taka ákvörðun sem myndi vernda þá. Það gerðist svo um helgina,"
segir Freysi.

Fékk símtal frá framkvæmdastjóranum
„Ég var með æfingu daginn eftir leikinn, fann ekki fyrir neinu þar, og svo var frí. Ég heyrði ekki í neinum tveimur dögum eftir leik og nefndi það við konuna mína að það væri enginn búinn að hringja," segir Freysi sem var greinilega mjög meðvitaður um að hann væri ekki öruggur í starfi.

„Ég mætti á æfingu tveimur dögum eftir leikinn og þegar ég er á leið heim klukkan fimm þá hringir Ken Choo [meðlimur í malasískri yfirstjórn félagsins] í mig, sem sagt ekki einn úr belgísku stjórninni. Við eigum mjög gott samtal sem er bara á milli okkar. Okkar samband er gott. Þetta var ákvörðun sem hann leyfði Belgunum að taka og það er bara allt í góðu."

Kanntu að meta það að hann hafi samband við þig?

„Ég er nú reyndar þannig að gerður að mér finnst fólk eigi að mæta á staðinn og horfa í augun á þeim sem þú ræður og líka þeim sem þú rekur. Ég sem stjórnandi hefði gert það þannig, þá að bæði að þeir sem tóku þessa ákvörðun hefðu mætt og líka Ken Choo, þar sem hann er yfir þessu. En ég kann að meta það hversu mikla virðingu hann ber fyrir mér. Við enduðum þetta í góðu ég og hann."

Kirkjugarður þjálfara
„Þetta kom mér ekkert á óvart, ég var andlega búinn að undirbúa mig fyrir hvað sem er. Það er mjög erfitt að útskýra hvernig umhverfið er hérna fyrir Íslendingum og Dönum. Þú þarft að upplifa það og ég er búinn að upplifa þetta. Ég var meðvitaður um að 50% af þjálfurum lifa ekki af sex mánuði í starfi hérna. Ég ætlaði að reyna að vera hérna í tvö ár, en ég var meðvitaður um að einungis 5% af þjálfurum starfa lengur en tvö ár. Miðað við að í Danmörku er það 42%."

„Það hefði verið rosalegur árangur, sérstaklega í Kortrijk sem er eins og hefur verið kallað kirkjugarður þjálfara. Þetta var bara áskorun og ég var meðvitaður um allt. Ég vildi skora á sjálfan mig og ég er mjög ánægður með það sem ég náði að gera hérna."


Slæm væntingastjórnun
Utan frá er svolítið skrítið að þolinmæðin sé ekki meiri eftir afrekið á síðasta tímabili. Kortrijk er ekki með lið sem á að berjast á toppnum og staðan á þessum tímapunkti er alls ekki vonlaus. En Freysi var búinn að kynna sér kúltúrinn og því kemur þetta honum ekki á óvart.

„Ég vinn sjálfur eftir strategíu en klúbburinn á svolítið erfitt með það. Þegar ég tók við liðinu þá var liðið búið að fá 0,5 stig að meðaltali í leik undanfarna 12 mánuði. Eftir 38 leiki undir minni stjórn hefur liðið náð í 1,3 stig að meðaltali, það er mjög mikil bæting og það eitt og sér talar sínu máli. Við vissum að við þyrftum 1,2 stig í næstu 14 leikjum til þess að komast upp í playoffs 2 (miðjuumspilið), með því að komast þangað ertu búinn að bjarga þér frá falli. Miðað við árangurinn úr fyrstu 38 leikjunum var ég 100% viss um að við myndum ná að komast í playoffs 2. Við erum einum sigurleik frá því að fara upp úr fallumspilinu og ég vissi að ég myndi alltaf ná því. Ég var því alveg rólegur sjálfur yfir genginu."

„En vandamálið mitt var að hafa ró á klúbbnum. Það var ógeðslega mikil áskorun og erfitt. Við vorum 12 stigum á eftir Molenbeek á síðasta tímabili sem endaði á að falla, náðum þeim í 16 leikjum."

„Sýnin mín var alveg skýr, vissi nákvæmlega hvað þurfti. En þetta snýst svo mikið um væntingar og væntingastjórnunin út á við var rosalega slæm. Það er enginn sem talar við stuðningsmenn eða við fjölmiðla í KV Kortrijk annar en ég. Það er ekki gott. Væntingarnar hjá ákveðnum hópi stuðningsmanna voru rangar, það var einhver sjálfsmynd að vera hærra en við erum. Kortrijk er bara eitt af þremur lélegustu liðunum í deildinni og líka þegar kemur að því hvað er lagt í liðið fjárhagslega - það er bara allt í góðu, þú verður bara að vita hvað þú ert en það gleymdist aðeins. Ég hefði viljað ná betur til ákveðins hóps og að væntingastjórnunin hefði verið aðeins betri, en það þýðir ekkert að hugsa um það."


Alltof lítil aðkoma að félagaskiptum
Það sem heyrist frá Belgíu er að ákveðnir stuðningsmenn hefðu búist við skemmtilegri fótbolta. Var það raunhæft?

„Nei, það var ekki raunhæft. Ég var fenginn til að bjarga liðinu frá falli og enginn trúði því nema ég og Jonathan (Hartmann, aðstoðarþjálfari) að við gætum gert það. Það tekst og næsta skref í samningnum var að ég myndi fá jafnvægi á félagið og laga það til lengri tíma."

„Við vorum sammála um að það tæki fjóra leikmannaglugga. Við erum virkilega búnir að laga mikið í klúbbnum, allir verkferlar varðandi þjálfun liðsins eru orðnir mjög góðir. En það sem gerist í sumar er að ég missi 14 leikmenn og þar af fjóra lykilmenn. Svo koma 11 leikmenn inn og enginn af þeim, nema Patrik (Sigurður Gunnarsson), sem ég ábyrgðist. Mín aðkoma að félagaskiptum var alltof lítil og það var erfitt. Margir af leikmönnunum sem hafa komið inn hafa átt erfitt, þetta tekur bara lengri tíma. Það eru t.d. tveir Japanir og það tekur eðlilega tíma fyrir þá að aðlagast. Við sáum samt þróun á leikmönnum og yfir lengri tíma hefði þetta orðið allt í lagi."


Vissu að stjórnin myndi vernda sig
Var stjórnin alveg sammála því að þetta myndi taka fjóra glugga?

„Stjórnin var meðvituð, og er held ég ennþá meðvituð, að þetta myndi taka tíma. Félagið var gjaldþrota hálfu ári áður en ég kom og ég tek við liðinu í erfiðu árferði. Það þurfti að laga það sem hafði miður farið varðandi samsetninguna á leikmannahópnum, hann var ekkert sérstaklega vel samsettur. Það tekur bara tíma og við sáum að það myndi örugglega taka okkur fjóra glugga. Það sem ég var meðvitaður um, sem stjórnin viðurkennir örugglega ekki, er að þrátt fyrir að við vissum að þetta myndi taka tíma þá vissum við að um leið og það kæmi einhver hiti á stjórnarmennina þá myndu þeir vernda sig sjálfa."

Lærdómsríkur tími
Freysi var beðinn um að gera upp sinn tíma hjá félaginu.

„Það var algjörlega magnað að ná að halda liðinu uppi og ótrúlega skemmtilegt, skemmtilegur tími, mikil gleði og maður gat gengið um á vatninu hérna. Það var gaman að upplifa það."

„Þetta ferðalag er svo ótrúlega lærdómsríkt, þetta er allt annar kúltúr heldur en annars staðar í Evrópu. Það sem ég vildi var að komast í eitthvað ýkt umhverfi þar sem ég þurfti virkilega að skora á sjálfan mig og reyna nota stjórnunarhæfileika mína til þess að hjálpa félaginu. Það var ekkert jafnvægi á félaginu þegar ég gekk inn um dyrnar. Mér hefur tekist á margan hátt að hjálpa félaginu, en það hefur líka mistekist."

„Ég var aðeins of metnaðarfullur, hélt ég gæti breytt of mörgum manneskjum. En ég sé ekki eftir neinu og ég er ótrúlega stoltur af sjálfum mér. Ég hef alltaf náð að vera ég sjálfur í þessum kúltúr sem er hér, staðið með sjálfum mér og verið heill í því sem ég hef gert. Ég hef reynt að fá það besta út úr fólki, reynt að þróa og þroska manneskjur á sama tíma og ég hef verið að þróa og þroska mig á sama tíma. Ég hef fengið svo mikið út úr þessu sem leiðtogi - fengið akkúrat það sem ég vildi."

„Fótboltinn hérna er á ofboðslega háu stigi og deildin er rosaleg erfið. Ég hef líka þroskast mikið í kringum það og fengið mjög mikið út úr þessu. Ég vissi að þetta myndi taka enda einhvern tímann, lifi bara vel með því og sætti mig við það. Þetta er bara partur af því að hafa ákveðið að koma til Belgíu."


Missti stuðning harðkjarna stuðningsmanna: Bjóst frekar við virðingu heldur en pirringi
Það eru nokkrir hlutir sem hafa truflað stuðningsmenn félagsins. Eitt af því er áhugi og meintur áhugi annarra félaga á Freysa. Eitt af toppliðunum, Union Saint-Gilloise, var í samtali við Freysa í sumar og hann var svo orðaður við Cardiff í haust.

Fannstu fyrir því að það var hiti á þér út af áhuga annars staðar frá?

„Ég missi stuðning harðkjarna stuðningsmanna, svona 30 manna hóps, út frá nokkrum punktum sem hafa komið upp. Þar kem ég aftur að ekki nógu sterkum samskiptum við stuðningsmenn."

„Mín samskipti og tengsl við Cardiff pirraði stuðningsmenn. En það var alveg ljóst milli mín og Cardiff að ég var ekkert á leiðinni þangað, ekki á þessum tímapunkti, þeir þurftu á mér að halda í Kortrijk. Þetta stuðaði stuðningsmenn og það kom einhver skrítinn fréttaflutningur í kringum það sem hafði klárlega áhrif."

„Það hefðu örugglega allir aðrir þjálfarar bara farið til Union, en ég ákvað að standa við það sem ég sagði við eigendurna og mig sjálfan, ég ætlaði að ná jafnvægi á Kortrijk og taka slaginn áfram með Kortrijk. Ég var mjög hissa af því ég hélt ég myndi frekar fá virðingu fyrir það heldur en að stuðningsmenn yrðu pirraðir yfir því. Ég held þegar allt kemur til alls að þeir hreinlega trúi því ekki að ég hafi valið Kortrijk fram yfir að fara til Union."

„Svo eru tveir aðrir punktar, ég lét markmannsþjálfarann fara í sumar, sameiginleg ákvörðun mín og stjórnarinnar. Stjórnin vildi aldrei taka neina ábyrgð á því og það lenti allt á mér. Gamli markmannsþjálfarinn er mjög tengdur þessum stuðningsmönnum."

„Svo fyrir viku síðan frétti ég af einu. Það kom gamall leikmaður til okkar í sumar, Brecht Dejaegere, og ég segi í viðtali að þetta væri ekki leikmaðurinn sem við vorum að leita að og ekki leikstaðan sem við vorum að leita að, en að við tökum vel á móti leikmönnum frá Kortrijk sem væru með reynslu. Það var túlkað þannig að ég vildi ekki leikmanninn og það fór öfugt ofan í stuðningsmenn."

„Út frá þessu öllu missi ég stuðning harðkjarna stuðningsmann og það vindur svo upp á sig. Þetta er eitthvað sem ég þarf að læra af, en ég sé voða lítið sem ég hefði getað gert öðruvísi annað en að vera kannski með betra fólk í kringum mig til þess að geta talað við stuðningsmenn."


Feginn Loga vegna að hann sé ekki hjá Kortrijk
Það var sterkur áhugi á Loga Tómassyni í haust en stjórn Kortrijk hætti við að kaupa vinstri bakvörðinn. Freysi sagði hér á undan að hans aðkoma að félagaskiptum hefði verið alltof lítil.

„Það stendur í samningnum mínum að ég hef ekkert um félagaskipti að segja. Það var eitthvað sem ég vildi breyta í mínum samningi en ég var ekki búinn að fá í gegn. Það fór eins og það átti að fara og ég er mjög feginn Loga vegna að hann sé ekki hér. Að sjálfsögðu truflaði það mig að fá ekki að kaupa hann. Þeir leikmenn sem Kortrijk hefði getað fengið í janúar og í sumar í gegnum mig, eru leikmenn sem hefðu annars ekki staðið til boða fyrir félagið. En félagið valdi að fá þá ekki," segir Freysi.
Athugasemdir
banner
banner