Leikmaður Atalanta orðaður við Man Utd - Ferguson gæti farið til West Ham - Liverpool og PSG reyna við Cherki
   fös 20. desember 2024 10:55
Elvar Geir Magnússon
Þungarokksunnandinn Juric að taka við Southampton
Ivan Juric er að taka við Southampton.
Ivan Juric er að taka við Southampton.
Mynd: EPA
Króatinn Ivan Juric, sem var rekinn frá Roma í síðasta mánuði, er að taka við Southampton en Guardian greinir frá þessu.

Southampton var líka með Juric á blaði þegar Ralph Hasenhüttl var ráðinn fyrir tveimur árum. Juric fékk mikið lof þegar hann stýrði Torino um þriggja ára skeið.

Króatinn hefur stýrt sex ítölskum liðum en aldrei starfað á Englandi. Hann er mikill þungarokksunnandi og aðdáandi hljómsveita á borð við Metallica, Megadeth og Slayer.

Þá er leikstíl hans skallaður 'þungarokksfótbolti', hann leggur áherslu á ákefð og erfiðar æfingar og að menn séu í góðu formi og hlaupi mikið.

Kasper Hjulmand, fyrrum landsliðsþjálfari Danmerkur, og Carlos Corberan, stjóri West Brom, eru meðal þeirra sem hafa verið orðaðir við Southampton.

Southampton er í hrikalegri stöðu í neðsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar en liðið mætir Fulham á sunnudag. Bráðabirgðastjórinn Simon Rusk stýrir liðinu væntanlega í þeim leik.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 15 11 3 1 31 13 +18 36
2 Chelsea 16 10 4 2 37 19 +18 34
3 Arsenal 16 8 6 2 29 15 +14 30
4 Nott. Forest 16 8 4 4 21 19 +2 28
5 Man City 16 8 3 5 28 23 +5 27
6 Bournemouth 16 7 4 5 24 21 +3 25
7 Aston Villa 16 7 4 5 24 25 -1 25
8 Fulham 16 6 6 4 24 22 +2 24
9 Brighton 16 6 6 4 26 25 +1 24
10 Tottenham 16 7 2 7 36 19 +17 23
11 Brentford 16 7 2 7 32 30 +2 23
12 Newcastle 16 6 5 5 23 21 +2 23
13 Man Utd 16 6 4 6 21 19 +2 22
14 West Ham 16 5 4 7 21 29 -8 19
15 Crystal Palace 16 3 7 6 17 21 -4 16
16 Everton 15 3 6 6 14 21 -7 15
17 Leicester 16 3 5 8 21 34 -13 14
18 Ipswich Town 16 2 6 8 16 28 -12 12
19 Wolves 16 2 3 11 24 40 -16 9
20 Southampton 16 1 2 13 11 36 -25 5
Athugasemdir
banner
banner