Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
   fös 21. apríl 2023 08:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Eyjamenn að fá tvo frá Jamaíku
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Það lítur út fyrir að ÍBV sé að fara styrkja liðið á næstu dögum en liðið sárvantar styrkingu.


Hópurinn hefur ekki verið full mannaður í undanförnum leikjum vegna meiðsla innan hópsins en ÍBV mætti KA í deildinni um síðustu helgi þar sem aðeins fimm varamenn voru á skýrslu og sex varamenn voru á skýrslu þegar ÍBV tapaði gegn Stjörnunni í Mjólkurbikarnum í vikunni.

Eftir leikinn í vikunni var Hermann Hreiðarson þjálfari ÍBV spurður hvort það væri rétt að liðið væri að fá styrkingu frá Jamaíku en Heimir Hallgrímsson, mikill Eyjamaður, stýrir landsliði Jamaíku.

„Eitthvað búið að vera skoða það í einhvern tíma og vonandi að það gangi eftir," sagði Hermann.

Kristján Óli Sigurðsson þáttarstjórnandi hlaðvarpsins Þungaviktin greinir frá því að um sé að ræða þá Richard King og Dwayne Atkinson.

King er 21 árs gamall varnarmaður sem hefur leikið sjö A landsleiki fyrir Jamaíku og Atkinson er tvítugur framherji sem á einn A landsleik að baki.


Hemmi Hreiðars: Að sjálfsögðu er það víti
Athugasemdir
banner