Cunha orðaður við þrjú félög - Garnacho til Chelsea? - Sjö á óskalistum Amorim - Hvað verður um Rashford? - Chelsea vill risaupphæð
   mán 22. janúar 2024 13:25
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Útskýrði hvers vegna hann er kominn heim til Íslands
Kominn heim til Íslands.
Kominn heim til Íslands.
Mynd: Skjáskot/Valur
Kom með beinum hætti að 43 mörkum í 68 leikjum með Sogndal.
Kom með beinum hætti að 43 mörkum í 68 leikjum með Sogndal.
Mynd: Sogndal
Öflugur með FH tímabilið 2021.
Öflugur með FH tímabilið 2021.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Í gær var Jónatan Ingi Jónsson kynntur sem nýr leikmaður Vals. Hann er keyptur til félagsins frá norska félaginu Sogndal þar sem hann lék síðustu tvö tímabilin. Jónatan kom með beinum hætti að flestum mörkum hjá Sogndal á báðum tímabilunum.

Hann er 24 ára uppalinn FH-ingur sem á að baki tvo A-landsleiki. Í tilkynningu Vals tjáði Jónatan sig um heimkomuna og útskýrði hvers vegna hann væri að koma heim til Íslands. Jónatan var orðaður við uppeldisfélagið en endaði á því að semja við Val.

„Það eru svosem nokkrar ástæður fyrir því. Aðallega fannst mér meira spennandi á þessum tímapunkti að fara í lið sem er að berjast um titla og í Evrópukeppni heldur en að fara í miðlungslið í Norsku/sænsku efstu deildinni. Svo spilar fjölskyldan stórt hlutverk líka,“ sagði Jónatan.

Síðast þegar Jónatan lék hér á landi var það með FH tímabilið 2021 og var hann einn albesti leikmaður liðsins og skoraði meðal annars 6 mörk. Hann segir Val spila fótbolta sem henti sér vel.

„Þarna eru gæða leikmenn í öllum stöðum sem vilja spila fótbolta. Arnar er síðan margreyndur þjálfari með góða menn i kringum sig. Ég tel að þetta muni henta mér mjög vel.“

Kom til að vinna titla
Markmiðin eru skýr.

„Þau eru einföld. Ég er kominn hingað til þess að vinna titla og komast sem lengst í Evrópu, ásamt því auðvitað að halda áfram að bæta mig persónulega sem leikmann. Ég er mjög spenntur að koma í Val og hlakka til að kynnast klúbbnum betur.“

Með þeim betri einn á móti einum
Arnar Grétarsson, þjálfari Vals, tjáði sig um komu Jónatans.

„Jónatan Ingi er ungur og spennandi drengur sem kemur til með að auka vopnabúrið okkar sóknarlega. Hann er með þeim betri í 1 á einn 1 stöðu og er vinstri fótar sem gefur okkur fleiri möguleika sóknarlega. Spennandi viðbót í okkar góða leikmannahóp."

Getur hjálpað til við að sækja titilinn
Björn Steinar Jónsson, formaður meistaraflokksráðs karla hjá Val, tjáði sig sömuleiðis um komu Jónatans.

„Við höfum verið að vinna í því að styrkja hjá okkur hópinn og Jónatan Ingi er með gæði sem við teljum að geti hjálpað okkur í því verkefni að sækja titilinn. Hann hefur sýnt það allsstaðar sem hann hefur verið að honum fylgja bæði mörk og stoðsendingar. Við bjóðum Jónatan Inga hjartanlega velkominn í Val.“
Athugasemdir
banner
banner
banner