Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
   sun 21. janúar 2024 14:23
Aksentije Milisic
Jónatan Ingi í Val (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Jónatan Ingi Jónsson er nýr leikmaður Vals en þetta staðfesti félagið rétt í þessu.


Jónatan er hægri kantmaður og kemur frá Sogndal í Noregi en þangað fór hann frá uppeldisfélagi sínu FH fyrir tímabilið 2022. Hann verður 25 ára í mars og á að baki tvo A-landsleiki.

„Jónatan Ingi er ungur og spennandi drengur sem kemur til með að auka vopnabúrið okkar sóknarlega. Hann er með þeim betri í 1 á einn 1 stöðu og er vinstri fótar sem gefur okkur fleiri möguleika sóknarlega. Spennandi viðbót í okkar góða leikmannahóp,“ sagði Arnar Grétarsson, þjálfari Vals við félagið.

Hér fyrir neðan má sjá tilkynninguna frá Val.


Athugasemdir
banner
banner