Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   fim 22. júní 2023 12:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kjartan Kári spáir í 8. umferð Lengjudeildarinnar
Lengjudeildin
Kjartan Kári Halldórsson.
Kjartan Kári Halldórsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Setur Arnór Gauti þrennu í Breiðholtinu?
Setur Arnór Gauti þrennu í Breiðholtinu?
Mynd: Raggi Óla
Tryggvi Hrafn Haraldsson var með þrjá rétta þegar hann spáði í sjöundu umferð Lengjudeildarinnar. Mögulega verða þeir fjórir en leik Vestra og Leiknis var frestað.

Áttunda umferðin hefst í kvöld en Kjartan Kári Halldórsson, sem var markahæsti leikmaður deildarinnar í fyrra, spáir í leikina sem er framundan.

Þróttur R. 1 - 3 Grótta (19:15 í kvöld)
Þetta verður skemmtilegur leikur, mínir menn verða í stuði í dag. Grímur Ingi verður í gír í dag og skorar tvö og Pétur setur eitt í lokin.

Ægir 1 - 1 Grindavík (19:15 í kvöld)
Þetta verður erfiður leikur fyrir Grindavík þar sem Ægismenn verða þéttir til baka og skora fyrsta markið. Grindavík hættir ekki og Óskar Örn jafnar leikinn.

Leiknir R. 2 - 3 Afturelding (18:00 á morgun)
Held að þetta verði rosalegur leikur í Breiðholtinu. Leiknismenn mæta dýrvitlausir í þennan leik og Róbert Quental hendir í tvö mörk í fyrri hálfleik. En það dugar ekki Leikni því Arnór Gauti hendir í þrennu.

Selfoss 3 - 0 ÍA (19:15 á morgun)
Selfoss verður í stuði í þessum leik. Guðmundur Tyrfingsson verður sjóðandi heitur og hendir í þrennu fyrir fólkið á Selfossi og sækir þrjá punkta.

Fjölnir 2 - 1 Vestri (14:00 á laugardag)
Þetta verður erfiður leikur fyrir Fjölni. Vestri mun komast yfir í leiknum og halda að þetta sé komið en Fjölnir er með Axel Frey og Mána sem klára leikinn og skora sitthvort markið.

Njarðvík 1 - 0 Þór (14:00 á laugardag)
Þetta verður erfiður leikur fyrir Þór. Það verður ekki mikið að gerast í leiknum en Njarðvik skorar eina mark leiksins og tekur þrjá punkta.

Fyrri spámenn:
Tryggvi Hrafn Haraldsson (3 réttir)
Þráinn Orri Jónsson (3 réttir)
Gunnar Birgisson (3 rétt)
Gunnar Þorsteinsson (2 réttir)
Birnir Snær Ingason (2 réttir)
Sævar Atli Magnússon (2 réttir)
Aron Jóhannsson (1 réttur)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner