Bayern setur meiri kraft í viðræður við Musiala - Newcastle fylgist með Sane - Barcelona vill Kimmich
banner
   fim 22. júní 2023 16:56
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Rúnar Alex til Anderlecht?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Belgíski fjölmiðlamaðurinn Sacha Tavolieri vekur athygli á því í dag að belgíska félagið Anderlecht sé með augastað á Rúnari Alex Rúnarssyni leikmanni Arsenal. Anderlecht er eitt af þremur stærstu félögunum í Belgíu.

Landsliðsmarkvörðurinn er samningsbundinn enska félaginu út næsta tímabil en það er sagt opið fyrir því að selja Rúnar á eina milljón evra. Síðasta tímabil Anderlecht var dapurt, liðið endaði í 11. sæti og komst ekki í úrslitakeppni. Aðalmarkvörður Anderlecht seinni hluta tímabilsins, Bart Verbruggen, er undir smásjá félaga á Englandi; Brighton, Burnley og Manchester United hafa öll verið orðuð við Hollendinginn.

Rúnar Alex var á láni hjá Alanyaspor í Tyrklandi og átti heilt yfir gott tímabil og stóð sig vel í landsleikjunum á dögunum. Hann kannast vel við sig í Belgíu því hann var þar í mörg ár þegar faðir hans lék með Lokeren á sínum tíma og þá lék hann með OH Leuven tímabilið 2021/22 á láni frá Arsenal.

Rúnar var spurður út í sína framtíð eftir leikinn gegn Portúgal á þriðjudaginn og sagði eftirfarandi:

„Mig langar að fjölskylda mín sé glöð þar sem við búum, fótbolti er bara aukaatriði ef fjölskyldan mín er glöð. Ef konan mín er glöð og dætur mínar eru glaðar, þá er allt hitt aukaatriði."



Athugasemdir
banner
banner
banner