Fjölnir 4 - 2 Selfoss
0-1 Valdimar Jóhannsson ('7 )
1-1 Dagur Ingi Axelsson ('34 )
2-1 Máni Austmann Hilmarsson ('57 )
3-1 Júlíus Mar Júlíusson ('73 )
3-2 Gonzalo Zamorano Leon ('81 )
4-2 Jónatan Guðni Arnarsson ('89 )
Lestu um leikinn
0-1 Valdimar Jóhannsson ('7 )
1-1 Dagur Ingi Axelsson ('34 )
2-1 Máni Austmann Hilmarsson ('57 )
3-1 Júlíus Mar Júlíusson ('73 )
3-2 Gonzalo Zamorano Leon ('81 )
4-2 Jónatan Guðni Arnarsson ('89 )
Lestu um leikinn
Fjölnir er kominn áfram í 16-liða úrslit Mjólkurbikars karla eftir dramatískan 4-2 sigur á Selfossi í Egilshöllinni í kvöld. 17 ára gamall Jónatan Guðni Arnarsson gulltryggði það að Fjölnir færi áfram með marki undir blálokin.
Selfyssingar mættu ákveðnir til leiks frá fyrstu mínútu og tóku forystuna snemma leiks. Valdimar Jóhannssson skoraði eftir fyrirgjöf Arons Fannars Birgissonar á 7. mínútu.
Gestirnir voru betri aðilinn fyrsta hálftímann en gátu ómögulega komið í veg fyrir jöfnunarmarkið á 34. mínútu. Daníel Ingvar Ingvarsson átti þessa glæsilegu sendingu inn á Dag Inga Axelsson, sem smellhitti boltann í samskeytin fjær.
Fjölnismenn lifnuðu við eftir markið en náðu ekki að bæta við öðru fyrir hálfleik.
Snemma í síðari hálfleiknum fékk Gonzalo Zamorano dauðafæri til að koma Selfyssingum yfir þegar hann komst einn á móti markverði, en setti boltann á ótrúlegan hátt framhjá markinu. Það átti eftir að reynast dýrt.
Nokkrum mínútum síðar kom Máni Austmann Hilmarsson Fjölnismönnum yfir. Axel Freyr Harðarson setti boltann út á vinstri vænginn á Reyni Haraldsson, sem kom með laglega fyrirgjöf á hausinn á Mána, sem stýrði boltanum í netið.
Júlíus Mar Júlíusson kom Fjölnis í tveggja marka forystu á 73. mínútu eftir hornspyrnu en Selfyssingar gáfust ekki upp og náðu að minnka muninn aðeins átta mínútum síðar.
Gonzalo bætti upp fyrir klúðrið í byrjun fyrri hálfleiks með því að skora með hælnum eftir fyrirgjöf frá hægri. Góð tímasetning á markinu en undir lok venjulegs leiktíma slapp Jónatan Guðni Arnarsson í gegnum hinum megin á vellinum og gulltryggði það að Fjölnir væri í pottinum í 16-liða úrslitum. Aðeins 17 ára gamall.
Fjölnir fyrsta liðið sem kemst áfram í næstu umferð en restin af leikjunum fara fram á morgun og fimmtudag.
Sjáðu mörkin úr leik Fjölnis og Selfoss
Veislan er hafin og Fjölnismenn eru fyrstir í 16-liða úrslit. Þeir unnu Selfoss 4-2 í fyrsta leik 32-liða úrslitanna #Mjólkurbikarinn ?? pic.twitter.com/ivPl8DeJ0Y
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) April 23, 2024
Athugasemdir