Búast við því að Van Dijk geri nýjan samning - Arsenal vill Cunha - Akliouche meðal leikmanna á blaði City
   fös 23. júní 2023 14:07
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Arsenal vill selja en launakröfur Rúnars Alex of háar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arsenal er sagt vera opið fyrir því að selja Rúnar Alex Rúnarsson fyrir eina milljón evra. Fjallað var um það í belgískum fjölmiðlum í gær að Anderlecht hefði áhuga.

Nú er hins vegar greint frá því á getfootballnewsbene þar sem vitnað er í belgíska miðilinn LDH að launakröfur Rúnars séu of háar fyrir Anderlecht og að félagið ætli að horfa í aðra kosti.

Anderlecht er líklega að selja aðalmarkvörðinn Bart Verbruggen til Englands og er einnig að reyna losa Hendrik Van Crombrugge, sem varði mark liðsins fyrri hluta móts, frá sér. Félagið er því í að leita að tveimur markvörðum í hópinn fyrir næsta tímabil.

Van Crombrugge er á háum launum og er Anderlecht sagt vilja losna við þann samning úr sínum bókum.

Rúnar Alex er sagður vera með 15 þúsund pund í vikulaun* hjá Arsenal og Van Crombrugger er samkvæmt salarysport.com sagður vera með 20 þúsund pund í vikulaun hjá Anderlecht. Til samanburður er Varbruggen, sem er nítján ára Hollendingur, sagður vera með 1500 pund í vikulaun.

Rúnar Alex, sem er 28 ára, var á láni hjá tyrkneska félaginu Alanyaspor á síðasta tímabili og belgíska félaginu OH Leuven árið á undan. Hann á eitt ár eftir af samningi sínum við Arsenal.

*Það hefur áður verið fjallað um að Rúnar Alex sé með 40 þúsund pund í vikulaun, tölurnar eru óstaðfestar.
Athugasemdir
banner
banner