Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 23. september 2021 17:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Brynjar ósáttur: Þetta var klárlega ekki dýfa
Birnir Snær Ingason
Birnir Snær Ingason
Mynd: Haukur Gunnarsson
Vilhjálmur Alvar
Vilhjálmur Alvar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Birnir Snær Ingason fékk sitt annað gult spjald og þar með rautt í leiknum gegn Stjörnunni fyrir meinta dýfu. Vilhjálmur Alvar Þórarinsson, dómari leiksins, mat atvikið þannig að hegðun Birnis hefði verið óíþróttamannsleg. Birnir verður því í leikbanni gegn Breiðabliki í lokaumferðinni á laugardag.

Sjá einnig:
Brynjar Björn: Best að treysta á sjálfan sig

Fréttaritari spurði þjálfara HK, Brynjar Björn Gunnarsson, út í málið. Er þessi niðurstaða svekkjandi?

„Já, hún er það. Af því að þetta eru tvö gul þá er ekki möguleiki að áfrýja. Mér finnst augljóst að hann verðskuldaði ekki gult spjald og þar af leiðandi ekki rautt spjald," sagði Brynjar.

„Það er mjög hart en það þýðir ekkert að svekkja sig á því. Við vinnum með þann hóp sem við erum með í höndunum."

Varstu ósáttur með útskýringar Vilhjálms í viðtali eftir leik?

„Já... það er mannlegt að verja sína ákvörðun og sérstaklega strax eftir leik. Ég hugsa að dómari leiksins sjái að þetta var ekki óíþróttamannsleg framkoma eins og hann orðaði það. Það var vissulega snerting en hvort þetta átti að vera víti eða ekki víti ætla ég ekki að segja til um. En þetta var klárlega ekki dýfa og ekki gult spjald."

Sjá einnig:
Birnir Snær: Mér finnst lélegt að Vilhjálmur geti ekki játað mistök
Athugasemdir
banner
banner