Man City horfir til Gyökeres - Xavi vill taka Raphinha með sér - Man Utd gæti lánað Antony
   fim 24. október 2024 17:57
Brynjar Ingi Erluson
Byrjunarliðin í Evrópu: Mazraoui spilar í 'tíunni' - Ange gerir níu breytingar
Noussair Mazraoui spilar í nýju hlutverki í dag
Noussair Mazraoui spilar í nýju hlutverki í dag
Mynd: Man Utd
Hinn 16 ára gamli Mikey Moore byrjar hjá Tottenham
Hinn 16 ára gamli Mikey Moore byrjar hjá Tottenham
Mynd: Getty Images
Spilað er í 3. umferð Evrópudeildarinnar og 2. umferð Sambandsdeildar Evrópu í kvöld. Manchester United og Tottenham eru bæði í eldlínunni í Evrópudeildinni.

Erik ten Hag, stjóri Man Utd, er með þunnskipaðan hóp, en alls eru tíu leikmenn fjarverandi gegn Fenerbahce.

Það eru mjög svo áhugaverðar breytingar á byrjunarliðinu. Lisandro Martínez er fyrirliði og mun spila í vinstri bakverðinum með Victor Lindelöf í miðri vörn, að minnsta kosti samkvæmt vefsíðu UEFA, en það gæti auðvitað breyst þegar leikurinn fer af stað.

Noussair Mazraoui spilar sem sóknartengiliður, sem er líklega áhugaverðasta breyting dagsins. Hann kemur í stað Bruno Fernandes, sem er í banni.

United er í leit að fyrsta sigri tímabilsins í Evrópudeildinni, en liðið hefur gert tvö jafntefli.

Fenerbahce: Livakovic; Djiku, Söyüncü, Osayi-Samuel, Müldür; Amrabat, Fred; Tadic, Szymanski, Saint-Maximin; En-Nesyri

Man Utd: Onana; Dalot, De Ligt, Martínez, Lindelöf; Ugarte, Eriksen; Garnacho, Rashford, Mazraoui; Zirkzee.

Tottenham mætir AZ Alkmaar á heimavelli sínum í Lundúnum og gerir Ange Postecoglou margar breytingar. Fraser Forster er í markinu og þá kemur Richarlison inn í byrjunarliðið. Hinn 16 ára gamli Mikey Moore er einnig í liði Tottenham.

Tottenham: Forster; Gray, Dragusin, Davies, Udogie; Maddison, Bentancur, Bergvall; Moore, Richarlison, Werner

AZ: Owusu-Oduro; Maikuma, Penetra, Dekker, Wolfe; Clasie, Mijnans, Belic; Poku, Parrott, Van Bommel

Tveir Íslendingar í hóp

Daníel Tristan Guðjohnsen er á bekknum hjá Malmö sem tekur á móti Olympiakos í Evrópudeildinni og það sama á við um Rúnar Alex Rúnarsson sem er á bekknum hjá FCK sem spilar við Real Betis í Sambandsdeildinni.

Allir leikirnir hefjast klukkan 19:00.
Athugasemdir
banner