Man City horfir til Gyökeres - Xavi vill taka Raphinha með sér - Man Utd gæti lánað Antony
   fim 24. október 2024 20:00
Brynjar Ingi Erluson
Fyrrum lærisveinn Slot orðaður við Liverpool - „Það er möguleiki“
Orkun Kokcu í leik með tyrkneska landsliðinu
Orkun Kokcu í leik með tyrkneska landsliðinu
Mynd: EPA
Tyrkneski landsliðsmaðurinn Orkun Kokcu hefur síðustu mánuði verið orðaður við enska úrvalsdeildarfélagið Liverpool, en hann lék áður undir stjórn hollenska stjórans Arne Slot.

Kokcu er 23 ára gamall miðjumaður sem er fæddur og uppalinn í Hollandi en á tyrkneska foreldra.

Hann varð hollenskur meistari með Feyenoord á síðasta ári undir stjórn Slot en yfirgaf síðan liðið eftir tímabilið og samdi við Benfica í Portúgal.

Record segir að Liverpool hafi fylgst með Kokcu síðustu mánuði og sé að íhuga að kaupa hann, en Kokcu var einn af mikilvægustu mönnum Feyenoord á tíma hans hjá félaginu.

Faðir leikmannsins talaði á dögunum við ESPN í Hollandi og sá alveg fyrir sér þann möguleika að fara með soninn til Liverpool.

„Arne er góður vinur okkar. Hann hefur gengið í gegnum margt með Orkun, þannig já, af hverju ekki? Það er möguleiki,“ sagði faðir leikmannsins.
Athugasemdir
banner