Man City horfir til Gyökeres - Xavi vill taka Raphinha með sér - Man Utd gæti lánað Antony
banner
   fim 24. október 2024 18:45
Brynjar Ingi Erluson
Evrópudeildin: Elías hélt hreinu og valinn bestur annan leikinn í röð - Orri ónotaður varamaður
Elías Rafn hefur verið að spila vel með Midtjylland á tímabilinu
Elías Rafn hefur verið að spila vel með Midtjylland á tímabilinu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Orri Steinn kom ekkert við sögu hjá Sociedad
Orri Steinn kom ekkert við sögu hjá Sociedad
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Elías Rafn Ólafsson var besti maður leiksins er Midtjylland lagði Union St. Gilloise að velli, 1-0, í 2. umferð í deildarkeppni Evrópudeildarinnar í kvöld, en þetta er annar leikurinn í röð sem hann er valinn maður leiksins.

Markvörðurinn var með átta vörslur, þar af fimm úr teignum.

FotMob gefur Elíasi 8,3 í einkunn og valdi hann mann leiksins, en hann var einnig bestur í 2-0 sigrinum á Maccabi Tel Aviv í fyrstu umferðinni.

Midtjylland er með sex stig af sex mögulegum.

Liðsfélagi hans í landsliðinu, Orri Steinn Óskarsson, fékk ekki mínútu í 2-1 sigri Real Sociedad á Maccabi Tel Aviv er liðin áttust við í Belgrad í Serbíu.

Artem Dovbyk var þá hetja Roma sem lagði Dynamo Kiev að velli, 1-0, en markið gerði hann úr vítaspyrnu á 23. mínútu. Þetta var fyrsti sigur Roma í keppninni.

Kenneth Taylor, Wout Weghorst og Chupa Akpom skoruðu þá mörk Ajax sem vann 3-0 sigur á Qarabag. Kristian Nökkvi Hlynsson var ekki með Ajax vegna meiðsla. Ajax er með sjö stig úr þremur leikjum.

Eintracht Frankfurt 1 - 0 Rigas FS
1-0 Hugo Larsson ('79 )

Midtjylland 1 - 0 St. Gilloise
1-0 Osman Diao ('18 )

Ferencvaros 1 - 0 Nice
1-0 Moise Bombito ('15 , sjálfsmark)
Rautt spjald: Pablo Rosario, Nice ('84)

Maccabi Tel Aviv 1 - 2 Real Sociedad
0-1 Jon Pacheco ('19 )
0-2 Sergio Gomez ('64 )
1-2 Dor Turgeman ('82 )
Rautt spjald: Osher Davida, Maccabi Tel Aviv ('88)

PAOK 2 - 2 Plzen
0-1 Milan Havel ('31 )
0-2 Matej Vydra ('39 )
1-2 Tarik Tissoudali ('84 )
2-2 Abdul Rahman Baba ('90 )
Rautt spjald: Sampson Dweh, Plzen ('70)

Qarabag 0 - 3 Ajax
0-1 Kenneth Taylor ('36 )
0-2 Wout Weghorst ('74 , víti)
0-3 Chuba Akpom ('77 )
Rautt spjald: ,Julio Rodrigues Romao, Qarabag ('15)Elvin Dzhafarquliyev, Qarabag ('79)

Roma 1 - 0 Dynamo K.
1-0 Artem Dovbyk ('23 , víti)
Athugasemdir
banner
banner