Man City horfir til Gyökeres - Xavi vill taka Raphinha með sér - Man Utd gæti lánað Antony
banner
   fim 24. október 2024 18:49
Brynjar Ingi Erluson
Sambandsdeildin: Mudryk allt í öllu í Aþenu
Mykhailo Mudryk átti stórleik með Chelsea
Mykhailo Mudryk átti stórleik með Chelsea
Mynd: EPA
Gummi Tóta spilaði sautján mínútur áður en hann fór meiddur af velli
Gummi Tóta spilaði sautján mínútur áður en hann fór meiddur af velli
Mynd: Getty Images
Úkraínski vængmaðurinn Mykhailo Mudryk átti líklega sinn besta leik í treyju Chelsea er liðið vann 4-1 sigur á Panathinaikos í 2. umferð í deildarkeppni Sambandsdeildar Evrópu í Aþenu í kvöld.

Mudryk, sem kom til Chelsea í byrjun síðasta árs, hefur ekki tekist að heilla í Lundúnum og iðulega verið gagnrýndur fyrir slaka frammistöðu, en hann náði heldur betur að blómstra í kvöld.

Hann lagði upp fyrsta mark Chelsea fyrir Joao Felix á 22. mínútu og gerði síðan sjálfur annað markið með skalla eftir fyrirgjöf Pedro Neto. Þetta var fyrsta mark Mudryk á tímabilinu.

Mudryk átti síðan aðra stoðsendingu sína fyrir Joao Felix aðeins fjórum mínútum síðar.

Christopher Nkunku gerði fjórða mark Chelsea úr vítaspyrnu á 59. mínútu leiksins.

Fyrrum United-maðurinn Facundo Pellistri minnkaði muninn fyrir Panathinaikos en lengra komust heimamenn ekki.

Sverrir Ingi Ingason var allan tímann á varamannabekk Panathinaikos í dag, en Hörður Björgvin Magnússon var ekki með þar sem hann er ekki skráður í Evrópuhóp gríska liðsins.

Chelsea hefur unnið báða leiki sína en Panathinaikos er með eitt stig.

Guðmundur Þórarinsson fór meiddur af velli á 17. mínútu í 1-0 tapi Noah gegn Rapid frá Austurríki. Noah er með 3 stig eftir tvo leiki.

Andri Lucas Guðjohnsen var þá í byrjunarliði Gent sem vann dramatískan 2-1 sigur á Molde. Andri lék allan leikinn fyrir Gent sem er komið með þrjú stig.

Fiorentina vann þá St. Gallen, 4-2, á útivelli. Albert Guðmundsson var ekki með Fiorentina vegna meiðsla. Fiorentina, sem hefur spilað til úrslita í keppninni síðustu tvö tímabil, er með fullt hús stiga.

APOEL 0 - 1 Borac BL
0-1 Stefan Savic ('63 )

Djurgarden 1 - 2 Guimaraes
0-1 Manu ('58 )
1-1 Daniel Stensson ('62 )
1-2 Nuno Santos ('79 )

St. Gallen 2 - 4 Fiorentina
1-0 Felix Mambimbi ('23 )
1-1 Lucas Martinez ('50 )
1-2 Jonathan Ikone ('54 )
2-2 Lukas Gortler ('62 )
2-3 Jonathan Ikone ('69 )
2-4 Robin Gosens ('90 )

Hearts 2 - 0 Omonia
1-0 Alan Forrest ('16 )
2-0 Blair Spittal ('23 )

Jagiellonia 2 - 0 Petrocub
1-0 Afimico Pululu ('69 )
2-0 Afimico Pululu ('72 )

Gent 2 - 1 Molde
1-0 Noah Fadiga ('24 )
1-1 Mats Moller Daehli ('78 )
2-1 Archie Brown ('90 )

Larne FC 1 - 4 Shamrock
0-1 Darragh Burns ('3 )
0-2 Johnny Kenny ('24 )
0-3 Tomas Cosgrove ('30 , sjálfsmark)
1-3 Chris Gallagher ('48 )
1-4 Graham Burke ('54 )

Celje 5 - 1 Istanbul Basaksehir
1-0 Tamar Svetlin ('5 )
2-0 Ivan Brnic ('30 )
3-0 Svit Seslar ('34 )
4-0 Armandas Kucys ('51 )
4-1 Dimitris Pelkas ('75 )
5-1 Armandas Kucys ('77 )

Panathinaikos 1 - 4 Chelsea
0-1 Joao Felix ('22 )
0-2 Mykhailo Mudryk ('49 )
0-3 Joao Felix ('55 )
0-4 Christopher Nkunku ('59 , víti)
1-4 Facundo Pellistri ('69 )

Rapid 1 - 0 Noah
1-0 Dion Beljo ('31 )
Athugasemdir
banner