Man City horfir til Gyökeres - Xavi vill taka Raphinha með sér - Man Utd gæti lánað Antony
Gerði allt í þessum leik; Klúðra víti, missi boltann í þeirra marki og skora sjálfur
Ari um markið: Ákvað að fara í trademark-ið mitt og setja hann í fjær
Ingvar um bekkjarsetuna: Arnar er kóngurinn í Víkinni og hann tekur þessar ákvarðanir
Arnar Gunnlaugs: Söguleg stund - Þetta er stóra sviðið
Skoðaði sig um og valdi KR - „Þegar hann reynir að fá þig, þá segirðu já"
Brynjar Björn: Ég hætti hérna eftir tímabilið
Óskar Hrafn: Fótbolti er núvitund
Þorsteinn Aron: Þriðja sigurmarkið á þessu tímabili
Rúnar ósáttur við ákvörðun HK: Við reynum að vera heiðarlegir
Ómar: Ekki okkar að kasta honum til þeirra á svona augnabliki
Mathias Præst: Ein mynd skiptir ekki öllu máli
Jökull: Nánast bara eitt lið á vellinum
Dóri Árna: Hvað er í gangi hérna?
Höskuldur um komandi úrslitaleik: Ánægður að við þurfum að sækja sigur
Elfar Árni: Tækifærin verið of fá fyrir minn smekk
Davíð Smári: Létum þá líta út eins og Barcelona árið 2009
Skilur ekki á hvað var dæmt - „Þetta átti að vera mark“
Tufa: Alvöru sigurvegarar standa upp þegar þeir eru kýldir í magann
Segir að Viðar hafi verið í banni - Einungis fengið eitt spjald
Djuric: Ótrúlegasta sem ég hef spilað í
banner
   fim 24. október 2024 18:04
Kári Snorrason
Ari um markið: Ákvað að fara í trademark-ið mitt og setja hann í fjær
Ari fagnar með pílufagni sínu.
Ari fagnar með pílufagni sínu.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
,,Ákvað að fara í trademark-ið mitt og setja hann í fjær
,,Ákvað að fara í trademark-ið mitt og setja hann í fjær
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Víkingur vann sögulegan sigur á Cercle Brugge fyrr í dag. Leikar enduðu með 3-1 sigri Víkinga eru þeir fyrsta íslenska liðið til að vinna leik í aðalkeppni í Evrópu. Fyrsta mark Víkinga skoraði Ari Sigurpálsson en hann mætti í viðtal eftir leik.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 3 -  1 Cercle Brugge

„Geggjaður sigur, sögulegur sigur fyrir Víking. Við vissum hvar við gátum meitt þá og við gerðum það svo sannarlega í dag."

„Það var smá „wake up call", allaveganna fyrir mig persónulega. Maður var búinn að vera smá hræddur en svo þurftum við bara að keyra á þá, við höfðum engu að tapa."

Ari skoraði fyrsta mark Víkinga.

„Ég hef gert þetta margoft. Ég ætlaði fyrst að senda fyrir en mér fannst þetta eitthvað skrýtið. Ég var hræddur um að missa boltann. Þannig ég ákvað að fara í trademark-ið mitt og setja hann í fjær."

Ari sá ekki Kevin Denkey í leiknum.

„Það er drulluerfitt að koma á gervigras á Íslandi. Það voru róteringar hjá þeim en markahæsti leikmaður þeirra sást ekki í leiknum."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner