Man City horfir til Gyökeres - Xavi vill taka Raphinha með sér - Man Utd gæti lánað Antony
   fim 24. október 2024 18:32
Brynjar Ingi Erluson
Litið framhjá stórstjörnum í vali á besta leikmanni ársins í Afríku
Mohamed Salah er ekki á topp tíu
Mohamed Salah er ekki á topp tíu
Mynd: EPA
Ademola Lookman er talinn sigurstranglegur
Ademola Lookman er talinn sigurstranglegur
Mynd: EPA
Fótboltasamband Afríku (CAF) hefur tilnefnt tíu leikmenn sem koma til greina sem leikmaður ársins, en það vekur athygli að fimm afrískar stjörnur eru ekki á listanum.

Brahim Diaz, sem var Spánar- og Evrópumeistari með Real Madrid, er ekki á listanum, en þar er ekki heldur að finna Mohamed Salah, Victor Boniface, Mohammed Kudus og Nicolas Jackson.

Salah var frábær með Liverpool á síðustu leiktíð og þá var Boniface sterkur er Bayer Leverkusen varð Þýskalandsmeistari.

Þeir tíu sem koma til greina eru þeir Amine Gouiri, Edmond Tapsoba, Simon Adingra, Chancel Mbemba, Serhou Guirassy, Achraf Hakimi, Soufiane Rahimi, Ademola Lookman, William Troos-Ekong og Ronwen Williams.

Afríkukeppnin vegur greinilega mikið þegar það kemur að tilnefningum, en sem dæmi þá fór Boniface ekki á mótið vegna meiðsla.

Lookman var frábær er Atalanta vann Evrópudeildina og þá var Guirassy næst markahæstur í þýsku deildinni. Lookman og Mbemba voru báðir í liði ársins í Afríkukeppninni.

Troost-Ekong varð vissulega grískur deildarmeistari með PAOK en lék þó aðeins tíu leiki fyrir liðið í deildinni. Hann er aðallega á listanum fyrir frammistöðu hans í Afríkukeppninni en hann var valinn maður mótsins er Nígería hafnaði í öðru sæti.

Adingra, sem varð meistari með Fílabeinsströndinni, var besti ungi leikmaður mótsins og þá var markvörðurinn Williams valinn besti markvörðurinn.


Athugasemdir
banner