Man City horfir til Gyökeres - Xavi vill taka Raphinha með sér - Man Utd gæti lánað Antony
   fim 24. október 2024 19:12
Brynjar Ingi Erluson
U23: Þriggja marka tap í Finnlandi
Icelandair
Úr leik hjá U23 ára landsliði Íslands
Úr leik hjá U23 ára landsliði Íslands
Mynd: KSÍ
Íslenska kvennalandsliðið skipað leikmönnum 23 ára og yngri tapaði fyrir Finnlandi, 3-0, í vináttulandsleik á Järvenpään Keskuskenttä-vellinum í Helsinki í dag.

Finnska liðið fór með tveggja marka forystu inn í hálfleikinn en þær Silja Jaatinen og Elli Seiro skoruðu mörkin.

Í fyrsta markinu var íslenska liðið í miklum vandræðum með að hreinsa boltann frá en það fór svo að hann endaði hjá Veera Hellman sem átti fyrirgjöf inn á Jaatinen sem tókst að stinga sér fram fyrir Bergþóru Sól Ásmundsdóttur og pota honum í netið.

Annað mark FInna kom á 36. mínútu. Ria Karjalainen tókst að stinga sér inn fyrir vörn og ná skoti, en Tinna Brá Magnúsdóttir gerði frábærlega í að verja boltann til hliðar. Elli Seiro var fyrst til að átta sig í teignum og skoraði annað mark Finna.

Seiro gerði annað mark sitt þegar hálftími var eftir af leiknum. Hún fékk boltann hægra megin við teiginn, færði boltann á vinstri og stýrði skotinu síðan örugglega upp við stöng vinstra megin.

Lokatölur 3-0 í Helsinki en liðin eigast aftur við á sunnudag klukkan 10:00 á íslenskum tíma.

Lið Íslands: Tinna Brá Magnúsdóttir (M), Jakobína Hjörvarsdóttir, Arna Eiríksdóttir, Emma Steinsen Jónsdóttir, Andrea Rut Bjarnadóttir ('65, Sigdís Eva Bárðardóttir), Snædís María Jörundsdóttir ('46, María Catharina Ólafsdóttir Gros), Hrafnhildur Ása Halldórsdóttir ('46, Elísa Lana SIgurjónsdóttir), Elín Helena Karlsdóttir, Bergþóra Sól Ásmundsdóttir ('46, Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir), Bergdís Sveinsdóttir, Vigdís Lilja Kristjánsdóttir ('65. Ísabella Sara Tryggvadóttir).
Athugasemdir
banner
banner