Man City horfir til Gyökeres - Xavi vill taka Raphinha með sér - Man Utd gæti lánað Antony
banner
   fim 24. október 2024 17:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Líklegastur til að taka við kvennaliði Arsenal
Nick Cushing.
Nick Cushing.
Mynd: Getty Images
Nick Cushing er líklegastur til að verða næsti þjálfari kvennaliðs Arsenal.

Svíinn Jonas Eidevall hætti á dögunum sem þjálfari liðsins eftir erfiða byrjun á tímabilinu. Eidevall stýrði Arsenal í þrjú ár og vann enska deildabikarinn tvisvar.

Cushing er Englendingur sem er í dag að þjálfa í Bandaríkjunum. Hann er þjálfari karlaliðs New York City FC.

Arsenal hefur ekki rætt við New York City þar sem liðið er þessa stundina í úrslitakeppninni í MLS-deildinni.

Cushing stýrði áður kvennaliði Manchester City og náði þar frábærum árangri.

Arsenal er tilbúið að bíða eftir honum en á meðan stýrir Renee Slegers liðinu til bráðabirgða.
Athugasemdir
banner