Arsenal og Man Utd berjast um Sane - Zubimendi til Arsenal? - Murillo orðaður við risa félög - Liverpool vill fá Pepi
   fim 24. október 2024 17:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ótrúleg úrslit í danska bikarnum
Nordsjælland er úr leik.
Nordsjælland er úr leik.
Mynd: Getty Images
Það áttu sér stað ótrúleg úrslit í dönsku bikarkeppninni í gær þegar úrvalsdeildarfélagið Nordsjælland var slegið úr leik.

Nordsjælland heimsótti Brabrand sem situr þessa stundina í fimmta sæti í fjórðu efstu deild. Nordsjælland er í fimmta sæti í dönsku úrvalsdeildinni.

Nordsjælland tók forystuna snemma í leiknum og þá bjuggust flestir við auðveldum sigri, en annað kom á daginn.

Brabrand jafnaði um miðbik seinni hálfleiks og fór leikurinn alla leið í vítaspyrnukeppni.

Vítaspyrnukeppnin var ótrúlega dramatísk en liðin skoruðu úr fyrstu níu spyrnum sínum hvort. Lucas Hey klikkaði á tíundu spyrnu Nordsjælland og Tobias Olesen skoraði fyrir Brabrand.

Ótrúleg úrslit en hér fyrir neðan má sjá myndband af því þegar sigurinn var tryggður.


Athugasemdir
banner
banner