Man City horfir til Gyökeres - Xavi vill taka Raphinha með sér - Man Utd gæti lánað Antony
Gerði allt í þessum leik; Klúðra víti, missi boltann í þeirra marki og skora sjálfur
Ari um markið: Ákvað að fara í trademark-ið mitt og setja hann í fjær
Ingvar um bekkjarsetuna: Arnar er kóngurinn í Víkinni og hann tekur þessar ákvarðanir
Arnar Gunnlaugs: Söguleg stund - Þetta er stóra sviðið
Skoðaði sig um og valdi KR - „Þegar hann reynir að fá þig, þá segirðu já"
Brynjar Björn: Ég hætti hérna eftir tímabilið
Óskar Hrafn: Fótbolti er núvitund
Þorsteinn Aron: Þriðja sigurmarkið á þessu tímabili
Rúnar ósáttur við ákvörðun HK: Við reynum að vera heiðarlegir
Ómar: Ekki okkar að kasta honum til þeirra á svona augnabliki
Mathias Præst: Ein mynd skiptir ekki öllu máli
Jökull: Nánast bara eitt lið á vellinum
Dóri Árna: Hvað er í gangi hérna?
Höskuldur um komandi úrslitaleik: Ánægður að við þurfum að sækja sigur
Elfar Árni: Tækifærin verið of fá fyrir minn smekk
Davíð Smári: Létum þá líta út eins og Barcelona árið 2009
Skilur ekki á hvað var dæmt - „Þetta átti að vera mark“
Tufa: Alvöru sigurvegarar standa upp þegar þeir eru kýldir í magann
Segir að Viðar hafi verið í banni - Einungis fengið eitt spjald
Djuric: Ótrúlegasta sem ég hef spilað í
banner
   fim 24. október 2024 18:19
Kári Snorrason
Gerði allt í þessum leik; Klúðra víti, missi boltann í þeirra marki og skora sjálfur
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Víkingur vann sögulegan sigur á Cercle Brugge fyrr í dag. Leikar enduðu með 3-1 sigri Víkinga eru þeir fyrsta íslenska liðið til að vinna leik í aðalkeppni í Evrópu. Danijel Djuric klúðraði víti í fyrri hálfleik en kvittaði fyrir vítaklúðrið með marki í seinni hálfleik. Djuric kom í viðtal eftir leik.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 3 -  1 Cercle Brugge

„Þetta var mjög gott, við vorum betri aðilinn allan leikinn fannst mér. Geggjað að við unnum þetta."

Danijel var í sviðsljósinu í leiknum.

„Ég gerði allt í þessum leik. Klúðraði víti, missti boltann í þeirra marki og skora sjálfur. Tilfinningarnar eru alveg upp og niður. Ég hef aldrei spilað annan eins leik tilfinningalega séð. Geggjað að hafa skorað og kvitta fyrir þetta."

Líður vel á Kópavogsvelli.

„Mér líður allaveganna vel hérna (á Kópavogsvelli). Ég veit ekki með hina. Geggjað að koma á Kópavogsvöll og vinna fyrstu stigin hérna."

Víkingar leika úrslitaleik í Bestu-deildinni gegn Breiðablik næstkomandi sunnudag.

„Manni dreymir um þetta á næturnar. Þetta er það stærsta sem hefur gerst í mörg ár. Maður er bara spenntur."

Danijel var spurður hvort að hann elskaði að spila gegn Blikum.

„Það segja sögurnar," sagði Danijel og hló.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner