Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
Arnar Pálmi: Aldrei upplifað annað eins
Sá leikjahæsti framlengdi við Völsung - „Ákvað að hætta því leikriti núna"
Alli Jói: Eins stórt og það gerist fyrir Völsung
Elfar Árni: Ekki hægt að segja nei þegar hann sagði mér að drulla mér heim
Var með nokkur tilboð en fannst FH langmest spennandi
Hoppaði í sófanum þegar lausn fannst - „Atvinnumennska að koma í Breiðablik"
Aftur upp í Bestu deildina - „Í sjálfu sér seldur eftir þann fund"
Valgeir vonar að fólk skilji sig - „Hef heyrt sögur úr Kórnum"
   fim 24. október 2024 18:19
Kári Snorrason
Gerði allt í þessum leik; Klúðra víti, missi boltann í þeirra marki og skora sjálfur
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Víkingur vann sögulegan sigur á Cercle Brugge fyrr í dag. Leikar enduðu með 3-1 sigri Víkinga eru þeir fyrsta íslenska liðið til að vinna leik í aðalkeppni í Evrópu. Danijel Djuric klúðraði víti í fyrri hálfleik en kvittaði fyrir vítaklúðrið með marki í seinni hálfleik. Djuric kom í viðtal eftir leik.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 3 -  1 Cercle Brugge

„Þetta var mjög gott, við vorum betri aðilinn allan leikinn fannst mér. Geggjað að við unnum þetta."

Danijel var í sviðsljósinu í leiknum.

„Ég gerði allt í þessum leik. Klúðraði víti, missti boltann í þeirra marki og skora sjálfur. Tilfinningarnar eru alveg upp og niður. Ég hef aldrei spilað annan eins leik tilfinningalega séð. Geggjað að hafa skorað og kvitta fyrir þetta."

Líður vel á Kópavogsvelli.

„Mér líður allaveganna vel hérna (á Kópavogsvelli). Ég veit ekki með hina. Geggjað að koma á Kópavogsvöll og vinna fyrstu stigin hérna."

Víkingar leika úrslitaleik í Bestu-deildinni gegn Breiðablik næstkomandi sunnudag.

„Manni dreymir um þetta á næturnar. Þetta er það stærsta sem hefur gerst í mörg ár. Maður er bara spenntur."

Danijel var spurður hvort að hann elskaði að spila gegn Blikum.

„Það segja sögurnar," sagði Danijel og hló.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner