Víkingur vann sögulegan sigur á Cercle Brugge fyrr í dag. Leikar enduðu með 3-1 sigri Víkinga eru þeir fyrsta íslenska liðið til að vinna leik í aðalkeppni í Evrópu. Danijel Djuric klúðraði víti í fyrri hálfleik en kvittaði fyrir vítaklúðrið með marki í seinni hálfleik. Djuric kom í viðtal eftir leik.
Lestu um leikinn: Víkingur R. 3 - 1 Cercle Brugge
„Þetta var mjög gott, við vorum betri aðilinn allan leikinn fannst mér. Geggjað að við unnum þetta."
Danijel var í sviðsljósinu í leiknum.
„Ég gerði allt í þessum leik. Klúðraði víti, missti boltann í þeirra marki og skora sjálfur. Tilfinningarnar eru alveg upp og niður. Ég hef aldrei spilað annan eins leik tilfinningalega séð. Geggjað að hafa skorað og kvitta fyrir þetta."
Líður vel á Kópavogsvelli.
„Mér líður allaveganna vel hérna (á Kópavogsvelli). Ég veit ekki með hina. Geggjað að koma á Kópavogsvöll og vinna fyrstu stigin hérna."
Víkingar leika úrslitaleik í Bestu-deildinni gegn Breiðablik næstkomandi sunnudag.
„Manni dreymir um þetta á næturnar. Þetta er það stærsta sem hefur gerst í mörg ár. Maður er bara spenntur."
Danijel var spurður hvort að hann elskaði að spila gegn Blikum.
„Það segja sögurnar," sagði Danijel og hló.
Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir