Man City horfir til Gyökeres - Xavi vill taka Raphinha með sér - Man Utd gæti lánað Antony
   fim 24. október 2024 19:49
Brynjar Ingi Erluson
Jón Daði á leið til Wrexham?
Jón Daði gæti verið á leið til Wrexham
Jón Daði gæti verið á leið til Wrexham
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Selfyssingurinn Jón Daði Böðvarsson er orðaður við enska C-deildarliðið Wrexham í kvöld en þetta kemur bæði fram í Wrexham Insider og á aðganginum WRExG Data Analytics á X.

Jón Daði hefur verið án félags síðan samningur hans hjá Bolton Wanderers rann út í sumar.

Framherjinn sagði á dögunum í hlaðvarpsþættinum Draumaliðið að Ísland kallaði til hans og að það væri alls ekki útilokað að hann myndi snúa heim eftir áramót.

Stjarnan er meðal þeirra félaga sem hefur verið að skoða þann möguleika að fá Jón Daða, en það gæti farið svo að hann verði áfram á Englandi.

Wrexham Insider segir að Wrexham sé að leita að framherja eftir að Jack Marriott og Steven Fletcher meiddust. Marriott verður frá næstu fjóra mánuði og þá er útlit fyrir að Fletcher verði lengi frá vegna hnémeiðsla, en Wrexham er með pláss til að bæta tveimur leikmönnum við hópinn.

Á samskiptamiðlinum X segir tölfræðisíðan WRExG Data Analytics að Jón Daði gæti verið kynntur á morgun ásamt fyrrum úrvalsdeildarleikmanninum Matty James.

Wrexham hefur farið upp um tvær deildir á síðustu tveimur árum og situr þá núna í 2. sæti C-deildarinnar með 24 stig eftir tólf leiki.

Félagið er í eigu Hollywood-leikarana Ryan Reynolds og Rob McElhenney, en þeir festu kaup á félaginu í nóvember árið 2020.


Athugasemdir
banner
banner