Man City horfir til Gyökeres - Xavi vill taka Raphinha með sér - Man Utd gæti lánað Antony
   fim 24. október 2024 18:00
Brynjar Ingi Erluson
Wilson áfram á meiðslalistanum - Ekkert spilað á þessu tímabili
Mynd: EPA
Enski sóknarmaðurinn Callum Wilson missir af næstu þremur leikjum Newcastle United eftir að það kom bakslag í endurhæfingu hans með liðinu en þetta segir blaðamaðurinn Craig Hope.

Þessi 32 ára gamli leikmaður meiddist í baki í sumar og hefur ekkert getað verið með Newcastle á þessu tímabili.

Vonast var eftir því að hann yrði klár í að vera í hóp gegn Chelsea um helgina, en nú er komið bakslag í endurhæfinguna.

Samkvæmt blaðamanninum Craig Hope meiddist Wilson aftan í læri á æfingu og er talið að hann missi af næstu þremur leikjum Newcastle.

Newcastle á þrjá erfiða leiki framundan. Liðið mætir Chelsea í ensku úrvalsdeildinni um helgina og síðan aftur í enska deildabikarnum um miðja næstu viku. Liðið mætir síðan Arsenal í ensku úrvalsdeildinni fyrstu helgina í nóvember.

Wilson skoraði níu mörk í deildinni með Newcastle á síðustu leiktíð.
Athugasemdir
banner
banner