Man City horfir til Gyökeres - Xavi vill taka Raphinha með sér - Man Utd gæti lánað Antony
   fim 24. október 2024 21:07
Brynjar Ingi Erluson
Sambandsdeildin: FCK náði í stig á Spáni
FCK náði í fyrsta stig sitt í keppninni
FCK náði í fyrsta stig sitt í keppninni
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Síðustu leikirnir í 2. umferð í deildarkeppni Sambandsdeildar Evrópu kláruðust í kvöld en danska liðið FCK náði í óvænt stig gegn Real Betis á Spáni.

Íslenski markvörðurinn Rúnar Alex Rúnarsson sat allan tímann á varamannabekk FCK sem gerði 1-1 jafntefli við Betis.

Kevin Diks skoraði jöfnunarmark FCK úr vítaspyrnu á 77. mínútu leiksins.

Þetta var fyrsta stig FCK og Betis í keppninni.

Legia Varsjá vann annan leik sinn er liðið vann öruggan 3- 0 sigur á Backa Topola og á sama á við um Heidenheim og Lugano sem unnu einnig góða sigra.

Úrslit og markaskorarar:

Boleslav 0 - 1 Lugano
0-1 Renato Steffen ('38 )
0-1 Patrik Vydra ('81 , Misnotað víti)
0-1 Patrik Vydra ('82 , Misnotað víti)

Backa Topola 0 - 3 Legia
0-1 Bartosz Kapustka ('11 )
0-2 Luquinhas ('47 )
0-3 Kacper Chodyna ('62 )

HJK Helsinki 1 - 0 Dinamo Minsk
1-0 Liam Moller ('46 )
1-0 Luke Plange ('83 , Misnotað víti)
Rautt spjald: Trofim Melnichenko, Dinamo Minsk ('82)

Olimpija 2 - 0 LASK Linz
1-0 Alex Blanco ('14 )
2-0 Pedro Lucas Schwaizer ('80 )

Pafos FC 0 - 1 Heidenheim
0-1 Patrick Mainka ('25 )

Betis 1 - 1 FC Kobenhavn
1-0 Abde Ezzalzouli ('8 )
1-1 Kevin Diks ('77 , víti)

TNS 2 - 0 Astana
1-0 Rory Holden ('40 )
2-0 Declan McManus ('78 , víti)
Athugasemdir