Man City horfir til Gyökeres - Xavi vill taka Raphinha með sér - Man Utd gæti lánað Antony
   fim 24. október 2024 21:58
Brynjar Ingi Erluson
Onana: Svakaleg vonbrigði
Mynd: Getty Images
André Onana, markvörður Manchester United, var vonsvikinn eftir 1-1 jafnteflið gegn Fenerbahce í Evrópudeildinni í kvöld, en honum fannst liðið gera nóg til að vinna leikinn.

United hefur ekki enn unnið leik í Evrópudeildinni en þetta leit ágætlega út eftir fyrri hálfleikinn.

Christian Eriksen skoraði gott mark fyrir United, en snemma í síðari hálfleik jöfnuðu heimamenn í Fenerbahce.

„Þetta eru mikil vonbrigði fyrir mig, stuðningsmennina og félagið, því sem leikmaður Man Utd ert þú skyldugur til þess að reyna vinna leiki. Við reyndum það í dag, en við verðum líka að skilja það að þetta er erfiður staður til að ná í sigur.“

„Við unnum ekki en við alla vega töpuðum ekki heldur. Ég er að sjálfsögðu ekki ánægður, en við höldum áfram, tökum ábyrgð og reynum aftur.“

„Við vorum með meiri stjórn á leiknum en þeir í síðari hálfleiknum og fengum fleiri færi. Við fáum mark á okkur snemma í seinni og þurftum eftir það að sýna karakter og mér fannst við gera það. Við náðum ekki í sigur en mér fannst við samt betri en þeir.“


Onana átti tvær frábærar vörslur í röð í fyrri hálfleiknum er hann varði frá Youssef En Nesyri, en þær skipta hann litlu máli þar sem United vann ekki leikinn.

„Markvörslurnar eru ekki mikilvægar heldur er það mikilvægasta að sækja sigur fyrir liðið. Það gaman að geta átt svona vörslur ef liðið vinnur. Þetta eru svakaleg vonbrigði,“ sagði Onana.
Athugasemdir
banner