Man City horfir til Gyökeres - Xavi vill taka Raphinha með sér - Man Utd gæti lánað Antony
   fim 24. október 2024 21:30
Brynjar Ingi Erluson
Einkunnir úr Evrópuboltanum: Besta frammistaða Ugarte fyrir Man Utd - Maddison sannur fyrirliði
Ugarte átti flottan leik með United
Ugarte átti flottan leik með United
Mynd: Getty Images
James Maddison var með bandið í kvöld og gaf Richarlison boltann í vítinu sem skóp sigurinn
James Maddison var með bandið í kvöld og gaf Richarlison boltann í vítinu sem skóp sigurinn
Mynd: Getty Images
Manchester United og Tottenham spiluðu bæði í Evrópudeildinni í kvöld, en United gerði þriðja jafntefli sitt í keppninni á meðan Tottenham vann þriðja leik sinn.

Manchester Evening News heldur utan um einkunnir United að þessu sinni en blaðið valdi þá Christian Eriksen og Manuel Ugarte sem bestu menn liðsins.

Ugarte átti stórkostlega björgun um miðjan fyrri hálfleikinn og var virkilega öflugur í sínu hlutverki. Miðillinn segir þetta hafa verið besta frammistaða Ugarte til þessa.

Eriksen skoraði eina mark United í leiknum, en André Onana, markvörður United, fær einnig tilnefningu sem besti leikmaðurinn fyrir tvær magnaðar vörslur sem hann átti í fyrri hálfleiknum.

Einkunnir Man Utd: Onana (7), Dalot (6), De Ligt (6), Lindelöf (5), Martínez (6), Ugarte (7), Eriksen (7), Rashford (6), Garnacho (6), Mazraoui (6), Zirkzee (4).
Varamenn: Casemiro (6), Höjlund (6), Antony (5), Diallo (6).

James Maddison var þá maður leiksins hjá Football.London er Tottenham vann nauman 1-0 sigur á AZ Alkmaar í Lundúnum, en hann bar fyrirliðabandið í leiknum í fjarveru Cristian Romero, sem var á bekknum, og Heung Min-Son. Hann sýndi það greinilega að hann hefur allt til brunns að bera til að taka við þessu hlutverki í framtíðinni.

Englendingurinn rökræddi aðeins við Richarlison varðandi hver ætti að taka vítaspyrnuna. Maddison var að undirbúa sig undir að taka hana, en snérist hugur og leyfði Richarlison að taka spyrnuna og tók þar liðið fram yfir allt annað. Richarlison var að snúa úr meiðslum og hafði ekki enn skorað á tímabilinu og mun þetta líklega gera mikið fyrir sjálfstraust kappans.

Einkunnir Tottenham: Forster (8), Gray (6), Dragusin (7), Davies (6), Udogie (7), Bentancur (8), Bergvall (7), Maddison (8), Moore (8), Richarlison (7), Werner (5).
Varamenn: Johnson (6), Solanke (6), Kulusevski (6), Sarr (6).
Athugasemdir