Man City horfir til Gyökeres - Xavi vill taka Raphinha með sér - Man Utd gæti lánað Antony
   fim 24. október 2024 21:40
Brynjar Ingi Erluson
Kaldhæðinn Mourinho: Einn sá besti í heiminum!
Jose Mourinho rökræðir hér við Clement Turpin í leiknum
Jose Mourinho rökræðir hér við Clement Turpin í leiknum
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho, þjálfari Fenerbahce, mátti til með að senda kaldhæðið hrós á dómarann Clement Turpin, eftir 1-1 jafnteflið gegn Manchester United í Istanbúl í kvöld.

Mourinho var rekinn upp í stúku snemma í síðari hálfleik fyrir að mótmæla ákvörðun dómarans um að gefa Fenerbahce ekki vítaspyrnu.

Portúgalinn lét vel valin orð falla í garð dómarans og fékk rautt spjald fyrir.

„Hann sagði mér svolítið ótrúlegt. Hann sagði mér að á sama tíma og hann sá hvað gerðist í teignum þá sá hann einnig viðbrögð mín á hliðarlínunni. Hann var með eitt auga á því sem gerðist í teignum og annað á bekknum og hegðun minni. Þetta er ástæðan fyrir því að hann er einn besti dómari heims! sagði Mourinho kaldhæðinn.
Athugasemdir
banner