Man City horfir til Gyökeres - Xavi vill taka Raphinha með sér - Man Utd gæti lánað Antony
   fim 24. október 2024 20:29
Brynjar Ingi Erluson
Mancini hættur með sádi-arabíska landsliðið (Staðfest)
Mynd: EPA
Ítalski þjálfarinn Roberto Mancini er hættur með sádi-arabíska landsliðið aðeins ári eftir að hafa skrifað undir fjögurra ára samning en þetta kemur fram í tilkynningu sádi-arabíska fótboltasambandsins í dag.

Mancini tók við Sádi-Arabíu í ágúst á síðasta ári og stýrði liðinu í Asíubikarnum.

Liðið tapaði í 16-liða úrslitum fyrir Suður-Kóreu í janúar á þessu ári.

Samningurinn var til fjögurra ára en Mancini og fótboltasamband Sádi-Arabíu hafa komist að samkomulagi um að rifta samningnum.

Mancini stýrði liðinu í 20 leikjum, þar sem hann vann átta, gerði sjö jafntefli og tapaði fimm.

Landsliðið er komið í þriðju umferð í undankeppni HM og situr sem stendur í 3. sæti C-riðils. Liðin í tveimur efstu sætunum fara beint á HM, en þau lið sem hafna í 3. og 4. sæti riðilsins fara áfram í næstu umferð.
Athugasemdir
banner