Man City horfir til Gyökeres - Xavi vill taka Raphinha með sér - Man Utd gæti lánað Antony
banner
   fim 24. október 2024 22:01
Brynjar Ingi Erluson
Ten Hag: Ekki slæmt að ná í stig
Erik ten Hag
Erik ten Hag
Mynd: EPA
Mynd: EPA
„Tveir erfiðir útileiki, gegn Fenerbahce og Porto, þar sem við tökum tvö stig og það eru alls ekki slæm úrslit. Auðvitað þegar þú ert kominn í forystu þá áttu ekki glutra því niður í jafntefli. Við fengum færi til að gera annað mark, en annars er ég bara vonsvikinn að ná ekki í sigurinn. Við verðum að vinna leiki á Old Trafford,“ sagði Erik ten Hag, stjóri Manchester United, eftir 1-1 jafntefli liðsins við Fenerbahce í Evrópudeildinni í kvöld.

United þarf enn að bíða eftir fyrsta sigrinum í keppninni á þessu tímabili.

Liðið er búið að gera þrjú jafntefli til þessa en Ten Hag sá ýmislegt jákvætt úr leiknum.

Hann var sérstaklega ánægður með frammistöðu Manuel Ugarte og sagði þetta bestu frammistöðu hans til þessa.

„Mér fannst það. Hann verður að koma sér fyrir í liðinu. Hlutverk 'sexunnar' er mikilvægt og verður hann að læra hvernig við viljum spila. Ég var mjög ánægður með frammistöðu hans í dag.“

Amad Diallo byrjaði á bekknum hjá United á meðan Noussair Mazraoui spilaði óvænt sem sóknartengiliður. Hann útskýrði val sitt.

„Það er of mikið að byrja með fjóra sóknarmenn á útivelli. Ég gerði Mazraoui að bakverði, en hann var alltaf 'tía'. Ég vissi að hann gæti sinnt þessu hlutverki og átti hann auðvitað stóran þátt í markinu. Það er alltaf hægt að færa hann aftar á völlinn. Antony hefur æft mjög vel og Amad átti nokkrar góðar rispur.“

Ten Hag segist alls ekki ósáttur við að taka stig á móti Fenerbahce en að krafan sé að vinna alla leiki.

„Fenerbahce er mjög gott félag, með frábæra stuðningsmenn og nokkra góða leikmenn. Þetta væri mjög góður úrslitaleikur. Við eigum samt að halda betur í boltann í fyrri hálfleiknum og áttum að skora fleiri mörk, en þeir sköpuðu sér líka góð færi. Þeir voru alveg til vandræða fyrir okkur. Þetta er gott lið með góðan þjálfara, þannig þetta var ekki slæmt stig. Við viljum samt vinna hvern einasta leik,“ sagði Ten Hag.
Athugasemdir
banner
banner