Emil Skúli Einarsson, leikmaður Þróttar, hefur verið valinn besti leikmaður 32-liða úrslitanna í Mjólurbikarnum. Emil átti skínandi leik þegar Lengjudeildarlið Þróttar sló út Bestu deildar lið Fram.
Emil sem lék sem vinstri bakvörður í leiknum og skoraði tvö af þremur mörkum Þróttara. Hann tók við verðlaunum frá Fótbolta.net í dag og voru verðlaunin í boði MS.
Emil sem lék sem vinstri bakvörður í leiknum og skoraði tvö af þremur mörkum Þróttara. Hann tók við verðlaunum frá Fótbolta.net í dag og voru verðlaunin í boði MS.
Lestu um leikinn: Fram 2 - 3 Þróttur R.
Hann er fæddur árið 2003 og hefur verið hjá Þrótti frá sex ára aldri. Hann sló út liðið sem faðir hans heldur með því faðir hans er stuðningsmaður Fram.
Emil ræddi við Fótbolta.net og má sjá viðtalið hér efst í fréttinni. Dregið verður í 16-liða úrslitin í hádeginu á morgun.
Athugasemdir