
Viðræður milli Celtic og CF Montreal um kaup á Alistair Johnston eru vel á veg komnar samkvæmt fréttaflutningi vestanhafs.
Johnston er kanadískur landsliðsmaður og er með landsliðinu í Katar. Hann var í byrjunarliðinu og átti fínan leik þegar Kanada mætti Belgíu í fyrstu umferð riðlakeppninnar.
Johnston er kanadískur landsliðsmaður og er með landsliðinu í Katar. Hann var í byrjunarliðinu og átti fínan leik þegar Kanada mætti Belgíu í fyrstu umferð riðlakeppninnar.
Celtic er í leit að hægri bakverði þar sem mikill áhugi er á Josip Juranovic, hægri bakverði félagsins, og eru taldar góðar líkur á því að hann fari í janúar.
Johnston er 24 ára gamall og er liðsfélagi íslenska U21 landsliðsmannsins Róberts Orra Þorkelssonar hjá CF Montreal.
Athugasemdir