Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 25. nóvember 2022 23:00
Brynjar Ingi Erluson
Joao Felix vill fara frá Atlético
Joao Felix
Joao Felix
Mynd: EPA
Portúgalski sóknartengiliðurinn Joao Felix vill komast frá Atlético Madríd í janúar en þetta fullyrðir spænski miðillinn Marca.

Felix, sem er 23 ára gamall, er dýrasti leikmaðurinn í sögu Atlético en hann var keyptur frá Benfica fyrir 126 milljónir evra fyrir þremur árum.

Hann þótti þá einn efnilegasti leikmaður Evrópu. Hann hefur margoft sýnt að hann sé með mikil gæði á vellinum en samband hans og Diego Simeone, þjálfara Atlético, er stirrt.

Felix hefur þurft að þola mikla bekkjarsetu á tímabilinu og nú hefur hann fengið nóg.

Marca segir að Felix hafi beðið Jorge Mendes, umboðsmann sinn, um að finna nýtt félag í janúar og er Atlético reiðubúið að selja hann.

Það veltur þó allt á því hvernig Felix mun vegna á heimsmeistaramótinu í Katar en Bayern München, Paris Saint-Germain, Manchester United og Chelsea eru öll sögð áhugasöm um kappann.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner