
Enska landsliðið gerði markalaust jafntefli við Bandaríkin í fremur tíðindalitlum leik í B-riðli heimsmeistaramótsins í Katar í kvöld en Harry Maguire, varnarmaður Manchester United, var með bestu mönnum í kvöld.
Maguire og John Stones voru miðverðir Englands í kvöld og stóðu sig vel í því hlutverki.
Þeir tveir fengu 7 frá Telegraph og voru bestir ásamt Jordan Pickford, markverði Englands.
Harry Kane og Raheem Sterling voru slökustu menn Englands með aðeins 5 í einkunn.
Einkunnir Englands: Pickford (7), Trippier (6), Stones (7), Maguire (7), Shaw (6), Bellingham (6), Rice (6), Saka (5), Mount (6), Sterling (5), Kane (5).
Varamenn: Grealish (6), Henderson (6), Rashford (6).
Athugasemdir